Leggðu til gögn

Ef þú átt gögn sem þú telur vera áhugaverð og hægt er að endurnýta hafðu þá samband.  

Við undirbúning gagna fyrir opinn aðgang er ágætt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Til þess að aðrir eigi auðvelt með að skilja og endurnýta gögnin þurfa ákveðin fylgiskjöl að fylgja með, s.s. stutt lýsing á úrtaki og framkvæmd rannsóknar 
  • Hreinsa þarf gagnaskrá(r), t.d. eyða óþarfa breytum og kóða allar breytur á viðeigandi hátt (t.d. brottfallsgildi)  
  • Ef eigendur gagnanna eru fleiri en einn þarf skriflegt samþykki frá hinum eigendunum til viðbótar við leyfissamninginn við GAGNÍS)    

Ef þörf er á frekari upplýsingum eða aðstoð er hægt að senda fyrirspurn eða óska eftir ráðgjöf (vinsamlegast takið fram símanúmer).

Einnig má skoða Algengar spurningar og svör en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi undirbúning gagna fyrir opinn aðgang.  

Image
Vefkannanir