Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta séð hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til Alþingis, bæði hvað varðar einstök málefni sem og hugmyndafræðilega afstöðu. Könnunin er á vefnum egkys.is og nú þegar hefur fjöldi fólks prófað að bera afstöðu sína saman við stefnu flokkanna. Allar helstu upplýsingar um gerð Kosningavitans má finna hér.
Síðustu daga hefur Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun, farið í nokkur viðtöl til að ræða um Kosningavitann, virkni hans og aðferðafræðina á bak við verkefnið. Hér má heyra viðtöl á Harmageddon á X-inu 977, Morgunútvarpinu á Rás 2 og Morgunvaktinni á Rás 1.
Um verkefnið
Kosningavitinn – HelpMeVote, er samstarfsverkefni Félagsvísindastofnunar, Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Landssambands æskulýðsfélaga við Ioannis Andreadis prófessor við Háskólann í Þessalónikíu. Einnig koma að verkefninu Eva H. Önnudóttir, Hulda Þórisdóttir og Agnar Freyr Helgason. Kosningavitinn er opinn almenningi á vefnum www.egkys.is.Vefumsjónarkerfi og uppbygging Kosningavitans – HelpMeVote er byggt á helpmevote.eu frá Grikklandi og er hannað af Ioannis Andreadis.
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun (hbe@hi.is / 525-5437 / 661-1382).