Netöryggi vinnustaða
Um þessar mundir er verið að framkvæma könnun um netöryggi vinnustaða. Framkvæmdaraðili könnunarinnar er Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem er unnin fyrir Tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og Auðnu fyrir hönd Eyvarar (NCC-IS). Niðurstöðurnar munu greina áskoranir um netöryggi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og opinbera aðila á Íslandi. Það er liður í Eyvör, átaki Landssamhæfingarstöðvarinnar (NCC) að kortleggja helstu netöryggisáskoranir á Íslandi. Tölvupóstur með endingunni qemailserver.com verður sendur sem inniheldur hlekk á könnuina.
Fyrir frekari upplýsingar um Eyvör (samhæfingarstöð netöryggis Íslands),
vinsamlegast smellið á þennan hlekk:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/fjarskipti/netoryggi/ncc-is/
Nafn vinnustaðarins kemur hvergi fram í gagnavinnslunni og Félagsvísindastofnun sér til þess að ekki sé hægt að rekja svör til einstakra vinnustaða. Við hvetjum þig til að taka þátt, því það er mikilvægt að heyra frá sem flestum vinnustöðum til að fá sem
áreiðanlegastar niðurstöður.
Hafir þú einhverjar spurningar eða athugasemdir þá
vinsamlegast sendu póst á Ingu Rún Sæmundsdóttur (ingarun@hi.is)