Glergangur

Um þessar mundir standa yfir tvær kannanir, annars vegar könnun á meðal 3. árs grunnnema við HÍ og hinsvegar nemenda sem útskrifuðust úr námi við HÍ árið 2023. Kannanirnar, sem unnar eru fyrir skrifstofu rektors, hafa verið lagðar fyrir á hverju ári frá árinu 2011 og er eitt mikilvægasta tækið sem skólinn og deildir hans hafa til að móta stefnu sína.

Hafir þú fengið boð um þátttöku hvetjum við þig til að taka þátt. Sum hver hafa fengið sendan hlekk í tölvupósti, með sms skeyti eða fengið símhringingu.

Könnun á meðal 3. árs grunnnema

Í könnun grunnnema er spurt um viðhorf nemenda til gæði náms við skólann. Öllum þeim grunnnemum sem innrituðust árið 2022 er boðið að taka þátt og vonumst við eftir því að sem flestir sjáir sér fært að gera það til að efla gæði niðurstaðna. Flestir svara könnuninni á 9-12 mínútum

Könnun á meðal útskrifaðra nemenda

Í könnun útskrifaðra er spurt um reynslu af námi í háskólanum og afdrif að námi loknu. Flestir svara könnuninni á 9-12 mínútum.

 

Nöfn þátttakenda munu hvergi koma fram við úrvinnslu könnunarinnar og Félagsvísindastofnun gætir þess að útilokað verði að rekja svör til einstaklinga. Framlag þitt til könnunarinnar er mjög mikilvægt til að niðurstöður hennar verði sem áreiðanlegastar.

Umsjónaraðili könnunarinnar af hálfu Félagsvísindastofnunar er Helgi Guðmundsson, verkefnastjóri, heg@hi.is.

Share