Hvers vegna rannsóknagögn í opnum aðgangi?

Opin gögn sem eru aðgengileg og auðnýtanleg eru grunnur að framþróun rannsókna og þekkingu á samfélaginu. Með opnu aðgengi að vísindagögnum aukast möguleikar á að nýta betur en hingað til íslensk gögn í rannsóknum, kennslu, fjölmiðlun og opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku. 

 

Helstu ávinningar af því að setja rannsóknagögn í opinn aðgang: 

 • Tryggir fræðafólki og almenningi aðgang að vísindagögnum til framtíðar og án endurgjalds
 • Stuðlar að ábyrgari nýtingu rannsóknagagna
 • Eru grunnur að framþróun rannsókna og þekkingu á samfélaginu
 • Veitir yfirsýn yfir gögn sem þegar hefur verið safnað svo ekki verði um tvíverknað að ræða með tilheyrandi aukakostnaði
 • Býður upp á ýmis tækifæri til þverfræðilegs samstarfs
 • Gefur kost á að nýta fyrirliggjandi gögn til undirbúnings fyrir ný rannsóknaverkefni
 • Eykur sýnileika íslenskra rannsókna innan- og utanlands
 • Býður upp á aukna möguleika á notkun íslenskra gagnasafna til kennslu og þjálfunar 
 • Er örugg og skipuleg langtímavarðveisla gagna
 • Er í samræmi við alþjóðlegar stefnur og staðla um meðhöndlun vísindagagna
 • Uppfyllir síauknar kröfur vísindarita og styrkveitenda um opið aðgengi að gögnum s.s. H2020 stefnu Evrópusambandsins