Hvaða aðra frambjóðendur getur fólk hugsað sér að kjósa?

Enn er mánuður til kosninga og því er margt sem getur breyst þegar talið er úr kjörkössunum. Þátttakendur í könnun Félagsvísindastofnunar á tímabilinu 22. til 30. apríl voru einnig spurðir hvaða aðra frambjóðanda þau gætu hugsað sér að kjósa. Á meðfylgjandi myndum má sjá niðurstöður fyrir þá fjóra frambjóðendur sem fengu mest fylgi í könnuninni.

Á mynd 1 má sjá að hátt hlutfall þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobsdóttur gætu einnig hugsað sér að velja Höllu Hrund, Baldur eða Höllu Tómasdóttur. Því má sjá að 45% þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu einnig hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og 33% Baldur.

Mynd 1. Þeir fimm frambjóðendur sem þeir sem hyggjast kjósa Katrínu gætu einnig helst hugsað sér að kjósa

Mynd 1. Þeir fimm frambjóðendur sem kjósendur Katrínar gætu einnig hugsað sér að kjósa

Á meðal fylgismanna Höllu Hrundar eru 35% sem geta einnig hugsað sér að kjósa Baldur og 25% sem geta hugsað sér að kjósa Katrínu (sjá mynd 2).

Mynd 2. Þeir fimm frambjóðendur sem þeir sem hyggjast kjósa Höllu Hrund gætu einnig helst hugsað sér að kjósa

Mynd 2. Þeir fimm frambjóðendur sem kjósendur Höllu Hrundar gætu einnig hugsað sér að kjósa

Tæpur helmingur þeirra sem hyggjast kjósa Baldur geta einnig hugsað sér að kjósa Höllu Hrund (sjá mynd 3).

Mynd 3. Þeir fimm frambjóðendur sem þeir sem hyggjast kjósa Baldur gætu einnig helst hugsað sér að kjósa

Mynd 3. Þeir fimm frambjóðendur sem kjósendur Baldurs gætu einnig hugsað sér að kjósa

Á mynd 4 má sjá að á meðal þeirra sem hyggjast kjósa Jón Gnarr er rétt tæpur helmingur sem gæti hugsað sér að kjósa Baldur Þórahallsson og 38% Höllu Hrund.

Mynd 4. Þeir fimm frambjóðendur sem þeir sem hyggjast kjósa Jón gætu einnig helst hugsað sér að kjósa

Mynd 4. Þeir fimm frambjóðendur sem kjósendur Jóns gætu einnig hugsað sér að kjósa