Starfsemi GAGNÍS er í samræmi við alþjóðlega viðurkennd FAIR viðmið um umsýslu vísindagagna (FAIR Guiding Principles for Scientific Data Management and Stewardship). Viðmiðin eiga við um allar tegundir vísindagagna og leggja áherslu á að rannsóknagögn sem safnað er með krafti almannafjár séu:
- Finnanleg (e. findable)
- Aðgengileg (e. accessible)
- Gagnvirk (e. interoperable)
- Endurnýtanleg (e. reusable)
FAIR viðmiðin leggja áherslu á að rannsóknagögn séu aðgengileg öllum til lengri tíma og uppsett þannig að ekki aðeins fólk geti nálgast og skilið þau heldur einnig tölvur. Er þar átt við að vélar geti fundið, lesið og greint gögn með engri eða takmarkaðri aðkomu fólks, sem er ein lykilforsenda vélræns náms (e. machine learning). Gervigreind sem þessi gengur út á að nýta vinnslugetu tölva til að annast eða aðstoða við úrvinnslu flókinna gagna. Er það mikilvægt til að mæta aukinni þörf á sjálfvirkni í mati á rannsóknagögnum til að standa undir sívaxandi umfangs gagna sem safnað er á degi hverjum á heimsvísu.