Munurinn á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks innan vikmarka
Félagsvísindastofnun gerði þjóðmálakönnun dagana 28.-29. nóvember 2024 þar sem fólk var spurt hvaða flokk eða lista það ætlar að kjósa í alþingiskosningunum 30. nóvember nk.
Tekið var 2.600 manna úrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls tóku 1.060 afstöðu til spurningarinnar.
Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni nefndu flestir Samfylkinguna, eða 21,9% svarenda. Sjálfstæðisflokkur mældist litlu minni með 19,7% fylgi en munurinn á milli flokkana er innan vikmarka. Viðreisn mældist með 14,4% fylgi og Flokkur fólksins 10,5%. Rúmlega tíundi hver, 10,1% svarenda, nefndi Miðflokkinn og 9,4% Framsóknarflokkinn. Munurinn á milli þriggja síðastnefndu flokkanna er innan vikmarka. Sósíalistar mældust með 6,1% fylgi og Píratar 4,5%. Þá nefndu 2,1% svarenda Vinstri græn, 1,2% Lýðræðisflokkinn og 0,1% Ábyrga framtíð. Nánari upplýsingar um vikmörk og marktækan mun á milli einstakra flokka í könnuninni má sjá á meðfylgjandi mynd.