COVID tracking
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur undanfarið kannað afstöðu Íslendinga til ýmissa mála tengdum Covid-19 faraldrinum. Daglega er könnun send til 400 meðlima netpanels Félagsvísindastofnunar (sjá nánar um netpanelinn neðar á síðunni) og þannig er hægt að greina hvernig afstaða Íslendinga breytist með tímanum. Hér að neðan er hægt að skoða niðurstöður eftir dögum. Að auki er hægt að skoða niðurstöður eftir nokkrum bakgrunnsþáttum, svo sem kyni, aldri og menntun. Niðurstöður verða uppfærðar reglulega og því er gagnlegt að kíkja reglulega hér inn. Ef þú hefur nánari spurningar um verkefnið getur þú haft samband við Ævar Þórólfsson, verkefnastjóra hjá Félagsvísindastofnun (at@hi.is).
Eftirtaldir aðilar komu að hönnun, framkvæmd og framsetningu þessarar könnunar:
Ari Klængur Jónsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
Helgi Guðmundsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun
Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun
Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við HÍ
Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild HÍ
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við HÍ
Sindri Baldur Sævarsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun
Ævar Þórólfsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun