Alþjóðleg gagnasöfn

Vísindafólk á Félagsvísindasviði og Félagsvísindastofnun hefur um árabil verið aðilar að stórum alþjóðlegum rannsóknum sem gefa möguleika á því að skoða viðhorf Íslendinga til ýmissa málefna í alþjóðlegu samhengi.

Hér má finna gögn úr þeim helstu alþjóðlegu rannsóknum sem Félagsvísindasvið hefur átt aðild að.

Alþjóðlega viðhorfakönnunin (ISSP)

Alþjóðlega viðhorfakönnunin (International Social Survey Programme) er alþjóðlegt samstarfsverkefni 46 þjóða um staðlaðar og samanburðarhæfar rannsóknir á sviði félagsvísinda. Rannsóknir eru gerðar árlega. Fulltrúar frá fjórum rannsóknarstofnunum, ZUMA, NORC, SCPR og RSSS stofnuðu ISSP árið 1984.

 

Tengiliðir:

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ

 

Þemu:

Félagslegur ójöfnuður, umhverfismál, fjölskylda, kynhlutverk, trúarbrögð, stjórnmál, atvinnumál, þjóðernisvitund, tómstundir.

Alþjóðlega viðhorfakönnunin hefur verið lögð fyrir á Íslandi undanfarin ár.

 

Eftirfarandi kannanir hafa verið gerðar á Íslandi:

Félagsleg tengsl (Social Networks), 2017-2018.

Hlutverk stjórnvalda (Role of Government), 2017.

Viðhorf til vinnu (Work Orientation), 2016. Skýrslu er að finna á vef Félagsvísindastofnunar.  

Borgaravitund (Citizenship), 2015.

Viðhorf til kynhlutverka og þjóðerniskenndar (Gender and National Identity), 2013.

Viðhorf til umhverfis- og heilbrigðismála (Environment and Health), 2012.

Félagslegur ójöfnuður (Social Inequality), 2009.

 

Niðurstöður úr rannsóknum:

Viðhorf til vinnu - Á vef Félagsvísindastofnunar má nálgast skýrslu um niðurstöður Alþjóðlegu viðhorfakönnunarinnar um viðhorf til vinnu sem gerð var árið 2016 á Íslandi. 

GESIS ISSP - Á þessari vefsíðu má nálgast ISSP gögnin til vinnslu í forritunum SPSS og Stata.

GESIS ZACAT - Á þessari vefsíðu er hægt að vinna einfaldar tölfræðigreiningar með ISSP gögnin.

 

Samstarfslönd:

Argentína, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Búlgaría, Chile, Danmörk, Dóminíska Lýðveldið, Eistland, Finnland, Filippseyjar, Frakkland, Georgía, Holland, Indland, Írland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Japan, Kanada, Kína, Króatía, Lettland, Litháen, Mexíkó, Noregur, Nýja-Sjáland, Palestína, Portúgal, Pólland, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Suriname, Sviss, Svíþjóð, Taívan, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraína, Úrúgvæ, Venesúela, Þýskaland.

European Social Survey

European Social Survey er alþjóðlegt langtíma rannsóknarverkefni sem er hannað til að kortleggja og öðlast dýpri skilning á langtíma viðhorfsbreytingum Evrópubúa til margvíslegra félagslegra málefna. Fyrsta könnunin var gerð árið 2001, en þær eru gerðar á tveggja ára fresti.

 

Þemu:

Stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð, heilbrigðismál, siðferðisgildi, menntamál, fjárhagur, fjölskylduaðstæður og atvinnumál.

 

Útgefið efni:

European Social Survey Bibliography

Skýrslu með völdum niðurstöðum úr ESS á Íslandi árið 2012 má finna á vef Félagsvísindastofnunar.

 

Samstarfslönd:

Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraína, Þýskaland.

European Values Study

European Values Study veitir einstaka innsýn í hugmyndir, viðhorf, gildi og skoðanir íbúa um alla Evrópu á margvíslegum mannlegum málefnum eins og trúarbrögðum, fjölskyldutengslum, atvinnu, stjórnmálum og á samfélaginu í heild sinni. European Values Study var fyrst gerð árið 1981 en hún hefur verið gerð fjórum sinnum.

 

Þemu:

Líferni, fjölskylduhagir, atvinna, trúarbrögð, stjórnmál, samfélag.

 

Niðurstöður úr rannsóknum:

GESIS ZACAT

 

Útgefið efni:

Atlas of European Values Study, niðurstöður aðgengilegar fyrir almenning: 

Helstu niðurstöður úr íslensku rannsókninni frá 2009-2010 má finna í skýrslunni Lífsgildi Íslendinga 2009-2010.

Þátttaka í sjálfboðaliðastarfi á Íslandi er fræðigrein sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Rannsóknin sem fjallað er um í greininni byggir á gagnasafni EVS.

 

Samstarfslönd:

Albanía, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Belgía,  Bretland,   Bosnía-Hersegóvína, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Hvíta-Rússland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Króatía, Kósóvó, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldóva, Norður-Írland, Norður-Kýpur, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Þýskaland, Ungverjaland, Úkraína.