Spurt og svarað

Hér eru að finna svör við ýmsum algengum spurningum um opinn aðgang að rannsóknagögnum og þjónustu GAGNÍS. 

Um opinn aðgang og innsendingu gagna til GAGNÍS

Opinn aðgangur gagna býður upp á aukinn sýnileika rannsókna og getur stutt við útgefið efni, t.d. má vísa í gagnaskrá í vísindagrein til að lesendur eigi auðveldara með að glöggva sig á niðurstöðunum. Sum gögn geta auk þess verið mikilvæg ein og sér og verið góð viðbót við rannsóknarferil vísindamanna.  

Gögn í opnum aðgangi fela í sér mikinn ávinning fyrir gagnaeigendur, notendur gagna og fræðafólk.

 • Gagnaþjónustan annast ýmis samskipti fyrir þína hönd við notendur sem hafa áhuga á að endurnýta gögnin og tryggir örugga varðveislu gagnanna þinna til lengri tíma.
 • Getan til að sýna fram á áframhaldandi notkun gagna eftir að upphaflegu rannsókn lýkur getur hvatt fjármögnunaraðila til að veita fjármagn til frekari rannsókna.
 • Notkun annars fræðafólks á gögnunum þínum getur veitt þér tækifæri á samstarfi og að gerast meðhöfundur að greinum sem byggja á gögnunum. 
 • Með því að koma gagnasöfnum í opinn aðgang verður jafn auðvelt að finna þau og prentað efni. Það er gert með því að tryggja að:
  • gögn séu skráð að fullu með öllum bókfræðilegum upplýsingum (heiti, dagsetning, höfundur)
  • gögnum sé úthlutað stafrænu auðkenni (e. Digital Object Identifier; DOI), alþjóðlegri og einkvæmri stafa- og talnarunu sem auðkennir nákvæmlega gögnin sem vísað er í
  • notendur gagna séu meðvitaðir um nauðsyn þess að tilgreina uppruna gagna við útgáfu með réttri vísun í heimildir

Rannsakendur, nemendur og kennarar frá hvaða fagsviði, stofnun/fyrirtæki eða landi sem er geta hlaðið niður gögn hjá GAGNÍS. Hins vegar eru sum gögn með takmarkanir á aðgangi vegna leyfissamninga um dreifingu og endurnýtingu gagna sem við höfum gert við gagnaeigendur, t.d. ef gögn innihalda viðkvæmar upplýsingar sem eru persónugreinanlegar.

Flestir eigendur gagna leyfa öllum notendum að nota gögnin og þá í öðrum tilgangi en í hagnaðarskyni. Sumir kunna aftur á móti að krefjast frekari takmarkana á aðgangi, sérstaklega ef efni gagnanna er viðkvæmt og persónugreinanlegt.  

Sem stendur bjóðum við upp á notendaleyfi sem byggir á Creative Commons-notendaleyfinu (t.d. CC BY-NC-SA). Ef þetta leyfi er valið geta aðrir notað, deilt og aðlagað gögnin svo lengi sem viðkomandi getur þín, t.d. í heimildaskrá.

Ef þig vantar annað leyfi, sem strangari hömlur eiga við um vegna þess að gögnin innihalda upplýsingar sem eru viðkvæms eðlis, hafðu þá samband.

Líklegustu notendur eru fræðafólk sem sinnir rannsóknum við innlenda eða erlenda háskóla. Ýmsir aðrir sérfræðingar eru einnig líklegir notendur, t.d. þeir sem starfa við stefnumótun hjá ráðuneytum eða sveitarfélögum. Einnig er algengt að opin gögn séu nýtt í kennslu, hvort sem er á háskóla- eða framhaldsskólastigi. 

Frábært! Ef þú átt gögn sem þú telur vera áhugaverð og hægt er að endurnýta hafðu þá samband.  

Ekki ætti að vera neinn aukakostnaður við að setja gögn í opinn aðgang hjá GAGNÍS, annar en tími rannsakenda við að undirbúa gögn og fylgiskjöl til afhendingar. Skynsamlegt er að taka fram slíkan kostnað í rannsóknaráætlunum og styrkumsóknum. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hve mikill kostnaðurinn er í tengslum við slíkan undirbúning en almennt má gera ráð fyrir um tveimur eða þremur vikum, allt eftir umfangi gagna. 

Athugaðu að stóran hluta vinnslunnar er hægt að vinna sem hluta af rannsóknarferlinu sjálfu (t.d. þegar gögn eru slegin inn) og draga þannig úr kostnaði við undirbúning gagna fyrir opinn aðgang.  

Undirbúa á gögn þannig að aðrir eigi auðvelt með að skilja og endurnýta þau. Gagnaskrár ættu að vera merktar skilmerkilega og breytur og kóðar (t.d. skipanaskrár) ættu ekki að þarfnast frekari útskýringa. Gefa skal sér tíma til að hreinsa gagnaskrár, t.d. eyða óþarfa breytum og gefa breytum heiti sem auðvelda notendum að átta sig á þeim. Í þeim tilvikum þar sem skipanaskrá (syntax) hefur verið útbúin getur verið gott að láta hana fylgja með. 

Upplýsingar um gögnin þurfa að fylgja með í formi fylgiskjala sem lýsa m.a. úrtaki og framkvæmd rannsóknarinnar. Slík skjalfesting er ómetanleg við að gera nýjum notendum kleift að skilja gögnin, setja þau í samhengi og framkvæma upplýsta greiningu á þeim. Fylgiskjöl geta t.d. innihaldið leiðbeiningar til notenda, spurningalista, vinnuskjöl og útgefið efni. 

Gera skal ráð fyrir tíma til að gera gögn þannig að þau séu ekki persónugreinanleg þar sem þess er krafist. Helst ætti að gera það á meðan rannsókn stendur en yfirfara annars gögnin áður en þau eru sett í opinn aðgang.

Kostnaðinn við flutning óstafrænna gagna á stafrænt form er yfirleitt hægt að taka með í heildarfjárhagsáætlun rannsóknar (t.d. ef gögnum var safnað á pappírsformi)

Við þurfum að fá ákveðnar grunnupplýsingar um gögnin þín sem við notum til að taka saman svokölluð „lýsigögn“ (e. metadata) sem gera öðrum kleift að finna gögnin þín á skjótan og auðveldan hátt. Einnig þarf eftirfarandi:

 • Stutt lýsing á úrtaki og framkvæmd
 • Kóðunarbók 
 • Spurningalistar eða viðtöl  

Lýsing á úrtaki og framkvæmd gerir gagnaskrá skiljanlega öðrum notendum og því ætti hún að ná yfir hönnun og markmið rannsóknar, úrtak, aðferð við gagnasöfnun og upplýsingar um gagnavinnslu. Einnig má láta önnur skjöl fylgja með, s.s. vísindagreinar eða verkefnaskýrslur. 

Þú getur lagt fram gagnaskrár á .sav (SPSS skrá) eða .csv (snið sem afmarkað er með dálkum) sniði. 

Kóðunarbækur og lýsing á úrtaki og framkvæmd eiga helst að vera á word sniði (.docx) en spurningalistar geta verið á .pdf formi. 

Nei, gögn sem sett eru í opinn aðgang hjá GAGNÍS verða áfram eign höfunda. GAGNÍS varðveitir, geymir og miðlar gögnunum fyrir þig, en verður ekki eigandi eða meðeigandi, nema vinna sem eykur notagildi gagnanna hafi verið unnin innanhúss (t.d. uppskrift texta). Er það þá samkomulagsatriði milli gagnaeiganda og GAGNÍS.      

Höfundarréttur gildir um upprunaleg skapandi og listræn verk, þ.m.t. ritverk, talað orð, ljósmyndir, rannsóknargögn o.s.frv. Höfundarrétti er úthlutað sjálfkrafa og ekki þarf að sækja um hann.

Yfirleitt á höfundur upprunalega verksins höfundarréttinn, hvort sem einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun. Ef verki er lokið sem hluta af starfi heldur vinnuveitandinn yfirleitt höfundarrétti verksins. Sá sem er fenginn til að búa til verk fyrir hönd einhvers annars heldur höfundarrétti á því verki, nema annað sé tekið fram (t.d. í skriflegum verkkaupasamningi). 

Þegar gögn eru búin til úr ýmsum áttum eða ef rannsókn er fjármögnuð af mörgum stofnunum eða fyrirtækjum eiga allir hlutaðeigandi aðilar sameiginlegan höfundarrétt á gögnunum. Í þeim tilvikum verður að biðja alla viðkomandi aðila um leyfi til að setja gögnin í opinn aðgang og fylgibréf sem staðfestir samkomulagið skal fylgja efninu þegar það er afhent. 

Já, en þú verður að gera skriflegan samning við þann aðila sem fenginn er til að safna gögnunum þar sem fram kemur að þú eigir höfundarrétt á gögnunum.

Leyfissamningurinn ætti að vera undirritaður af eiganda gagnasafnsins. Ef um er að ræða stofnanir eða fyrirtæki ætti samningurinn að vera undirritaður af einstaklingi sem hefur formlega heimild til að skrifa undir slíka samninga fyrir hönd stofnunarinnar eða fyrirtækisins. Samningurinn tryggir að þú viðhaldir eignarhaldi á gögnunum og getir haldið áfram að nota þau hvernig sem þú vilt.

Í leyfissamningnum ábyrgist framleggjandi gagnanna að ekkert í gagnasafninu sé ólöglegt og að gagnasafnið brjóti ekki í bága við lög um persónuvernd eða gagnavernd. Samningurinn biður einnig um tryggingu fyrir því að þú hafir rétt til að setja gagnasafnið í opinn aðgang og að samþykki allra aðila sem hagsmuni hafa að gæta af gagnasafninu liggi fyrir. Framleggjandi gagnanna ber að tryggja að allir sem hagsmuni hafa að gæta hvað varðar höfundarrétt séu nefndir í leyfissamningnum.

Við munum tryggja að aðgangi að gögnunum sé stjórnað með aðgangsskilyrðunum sem tilgreind eru í leyfissamningnum. Notendur þurfa ekki að skrá sig en þurfa að fylgja skilmálum opna leyfisins sem á við um gagnasafnið.

Notendur sem óska eftir aðgangi að vörðum gögnum verða beðnir um að samþykkja sérstakt notendaleyfi fyrir varin gögn þar sem þeir skuldbinda sig til að: 

 • gera ekki tilraun til að bera kennsl á einstaklinga, heimili eða samtök/fyrirtæki í gögnunum
 • brjóta ekki á höfundarrétti með því að selja gögnin að hluta til, eða í heild, eða nota þau í vöru sem er síðan seld
 • vitna í höfund gagnanna við útgáfu efnis sem byggir á greiningu á þeim
 • taka fram að höfundur gagnanna beri ekki ábyrgð á gæðum vinnunnar þegar gögnin voru endurnýtt    

GAGNÍS og framleggjandi gagnanna semja um aðgangsskilyrði fyrir dreifingu alls efnis sem sett er í opinn aðgang hjá GAGNÍS við afhendingu og nota til þess leyfissamning, sem er bindandi lagagerningur. Á sama hátt, þegar gögn eru sótt úr gagnagrunni GAGNÍS, þurfa allir notendur að samþykkja notendaskilmála þar sem þeir skuldbinda sig til að fylgja öllum skilyrðum sem sett eru fram í samningnum. Samningarnir tryggja að ekki sé brotið á höfundarrétti.

Nei, þér er frjálst að gera aðra samninga um dreifingu eða að þróa eigið dreifingarfyrirkomulag. Kosturinn við að leggja fram gögn til GAGNÍS er hins vegar sá að þá sparar þú þér ýmsa vinnu sem tengist dreifingu og langtímageymslu gagnanna. Við fylgjumst t.d. með því að gögnin séu ávallt aðgengileg á netinu og önnumst fyrstu samskipti við notendur gagnanna.

Nei, leyfissamningurinn krefst þess ekki að þú tryggir nákvæmni gagnanna né takir ábyrgð á síðari greiningu á gögnunum.

Fyrir rannsóknagögn sem teljast sérstaklega viðkvæm er hægt að setja meiri takmarkanir á aðgang en felast í hefðbundnum leyfisaðgangi. Hægt er að krefjast heimildar fyrir aðgangi að gögnunum frá eiganda þeirra áður en gögnin eru afhent eða læsa trúnaðargögnunum alfarið í ákveðinn tíma. Þetta er ákveðið í hverju tilviki fyrir sig með samkomulagi GAGNÍS og eiganda gagnanna.

Algengt er að rannsakendur fái upplýst samþykki þátttakenda (áður en rannsókn hefst) til að nota gögn fyrir rannsóknir og birtingu. Á sama hátt er hægt að fá upplýst samþykki þátttakenda fyrir að gögnunum verði deilt með stærra rannsóknarsamfélagi, en þá er mikilvægt að gögnin séu gerð ópersónugreinanleg, eða að aðgangur að þeim sé takmarkaður eða stýrður, til að vernda viðkvæmar upplýsingar. 

Helst ætti að óska eftir samþykki þegar rannsóknin fer fram, þ.e. þegar viðtöl eða kannanir eru lagðar fyrir. Stundum kann það þó að henta betur að fá samþykki fyrir deilingu gagna síðar, þegar þátttakendurnir hafa öðlast betri skilning á rannsókninni. Einnig er hægt að hafa aftur samband við þátttakendur til að fá samþykki fyrir notkun á gögnum (t.d. deilingu þeirra í opnum aðgangi) sem var hugsanlega ekki rædd þegar rannsóknin fór fram.

Hjá sumum vísindatímaritum er gerð krafa um að höfundar leggi fram gögn samhliða útgáfu svo aðrir geti sannreynt niðurstöðurnar. Ekki má senda gögn sem fengin eru frá GAGNÍS, þar á meðal nýjar og breyttar útgáfur gagnaskráa, til tímarita samhliða útgáfu þar sem það myndi brjóta gegn notandaleyfinu sem notendur samþykkja þegar gögnin eru sótt. Í flestum tilfellum ætti það hins vegar nægja fyrir höfund útgefins efnis að veita tímaritinu upplýsingar um hvernig lesendur geta nálgast gögnin hjá GAGNÍS.  

Í þeim tilvikum þar sem unnið er með fyrirliggjandi gögn og gagnaskrá er breytt verulega og tímarit óskar eftir aðgangi að nýju gögnunum, þá getur höfundur:

 • látið skipanaskrá (e. syntax) fylgja með gögnunum til tímaritsins sem tiltekur allar breytingar er gerðar voru á upprunalegu gagnaskránni
 • óskað eftir því GAGNÍS setji nýja útgáfu gagnanna í opinn aðgang

GAGNÍS metur gögn sem eru send inn til að meta hvort mögulega sé um að ræða trúnaðargögn, viðkvæm gögn eða persónuupplýsingar. Við leitum einnig upplýsinga um það hvort rannsakendur hafi óskað eftir samþykki þátttakenda fyrir mögulegri deilingu gagna. Ef við rekumst á athugunarefni bendum við framleggjendum gagna á valkosti á borð við að má enn frekari upplýsingar úr gögnunum eða semja aftur um samþykki. Þar sem þetta er ekki hægt gæti gagnaþjónustan hafnað gögnunum.

Hins vegar skal benda á að GAGNÍS er ekki siðanefnd og skoðar eingöngu siðferðileg mál er tengjast deilingu gagna. Þar að auki ráðleggjum við rannsakendum um mál sem tengjast upplýstu samþykki, nafnleysi gagna og siðferði við rannsóknir til að viðeigandi siðareglum sé fylgt við söfnun gagna.

Um notkun gagna úr gagnagrunni GAGNÍS

Sækja má og nýta öll gögn sem eru í opnum aðgangi hjá GAGNÍS án endurgjalds, að því gefnu að þau séu ekki notuð í hagnaðarskyni.

Takmarkanir á notkun gagnanna eru tilgreindar í notendaskilmálum sem allir notendur samþykkja þegar þeir sækja gögn. Notendur ættu ekki að reyna að nota gögnin til að brjóta vísvitandi gegn trúnaði einstaklinga, heimila eða stofnana/fyrirtækja og er þeim skylt að fylgja núgildandi persónuverndarlöggjöf. Notendaskilmálarnir fjalla einnig um kröfur vegna vísana í heimildir og vernd gagna.  

Deiling gagna með öðrum rannsakendum eða nemendum og endurnotkun gagnanna í nýjum tilgangi er takmörkuð í notendaskilmálunum.

CC BY-NC-SA vísar til svokallaðs Creative Commons-notendaleyfis sem veitir öðrum rétt til að nota, deila og aðlaga gögnin, að því gefnu að:

 • Vísað er í höfund/eiganda gagnanna á viðeigandi hátt (þar sem m.a. doi númer gagnasafnsins kemur fram)
 • Hlekkur að CC-BT-NC-SA 4.0 leyfinu sé gefinn upp (þ.e. https://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/4.0/)
 • Tilgreindar séu þær breytingar sem gerðar eru á efninu og einnig fyrri breytingar ef það á við 
 • Aðlöguð gögn (þ.e. gögn sem hefur verið breytt eða byggt hefur verið ofan á) séu dreifð samkvæmt sama leyfissamningi eða skilmálum og var notaður fyrir upprunalegu gögnin (CC BY-NC-SA 4.0). Ekki er heimilt að koma í veg fyrir notkun annarra á aðlagaða efninu, eins og lýst er í upprunalega CC leyfinu, á neinn hátt, hvorki með tæknilegum eða lagalegum leiðum.  

Í Dataverse kerfi GAGNÍS er hægt að skoða innihald gagnaskrár, án þess að hlaða henni niður, í svokallaðri vefkóðunarbók (DDI HTML Codebook). Á undirsíðunni Metadata er að finna hnappinn Export Metadata og þá birtast nokkrir valmöguleikar. Þegar smellt er á DDI HTML Codebook birtast ýmsar upplýsingar um innihald gagnanna m.a. yfirlit yfir allar breytur og einfaldar tíðnitöflur. Sjá nánar í leiðbeiningum um hvernig skoða má og sækja gögn í Dataverse.

Sum eldri gagnasöfn GAGNÍS eru einnig aðgengileg í gegnum Nesstar WebView sem er gagnvirkt vefforrit. Þar er auðvelt að skoða upplýsingar um allar breytur í gagnaskrá og lýsandi tölfræði, auk þess sem hægt er að gera ýmsar tölfræðigreiningar og hlaða niður skrám. Aðgangur að Nesstar síðu Félagsvísindastofnunar krefst ekki sérstakrar skráningar.

Megnið af gagnaskrám eru tiltæk til niðurhals á SPSS-sniði (.sav) og sniði sem afmarkað er með dálkum (.csv) og er t.d. hentugt til notkunar í Microsoft Excel. Einnig er boðið upp á niðurhal á formi RData skrár sem hægt er að keyra með opna hugbúnaðinum R.

Sjá nánar í leiðbeiningum um hvernig skoða má og sækja gögn í Dataverse.

Fylgiskjöl sem fylgja gagnasöfnum okkar innihalda upplýsingar um hvernig eigi að nota gögnin og hvernig þeim var safnað. Spurningalistar eða viðtöl fylgja yfirleitt með og stundum er að finna skjöl með lýsandi tölfræði. Hægt er að sækja öll fylgiskjöl án endurgjalds á síðu gagnanna.

Þú færð ekki alltaf nákvæmlega sömu tölur og í útgefnum niðurstöðum vegna smáatriða sem þú gætir t.d. hafa gert öðruvísi við forvinnslu gagnanna. Hins vegar má búast við því að niðurstöður þínar verði mjög svipaðar og í útgefnum niðurstöðum. Ef niðurstaða þín er verulega frábrugðin geta ýmsar ástæður legið þar að baki:

 • þú ert hugsanlega ekki að bera saman sömu breytur og í upprunalegu greiningunni
 • þú hefur hugsanlega ekki unnið með brottfallsgildi (e. missing values) á sama hátt og höfundar gerðu í útgefnu niðurstöðunum
 • hugsanlega var stuðst við flokkunarbreytu (e. filter variable) í upprunalegu greiningunni þar sem tölfræðigreining var framkvæmd á aðeins hluta af gagnasafninu (t.d. ef greiningin tók aðeins til þeirra sem voru með fasta vinnu)
 • hugsanlega voru gögnin vigtuð (e. weighting variable) í upprunalegu greiningunni

Já, flest gögn í safninu má nota við kennslu.

Já, það er leyfilegt.

Já, en viðkomandi þarf að sækja gögnin sjálf(ur) í gagnagrunn GAGNÍS og samþykkja notendaskilmálana sem tengjast gögnunum.

Já, en þú átt þann höfundarrétt ekki ein(n). Aðilinn sem safnaði eða er eigandi fyrirliggjandi gagna heldur enn höfundarrétti á því efni. Til að hægt sé að setja nýju gögnin í opinn aðgang þarft þú að fá leyfi frá viðkomandi aðila, stofnun eða fyrirtæki sem á höfundarrétt á upprunalegu gögnunum.