
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hlaut styrk úr Vinnuverndarsjóði 2024 til þess að kortleggja álagsþætti í starfsumhverfi og kulnun meðal hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum.
Vinnuverndarsjóður er samstarfsverkefni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Honum er ætlað að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði.
Niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar ásamt öðrum rannsóknarverkefnum sem hlutu styrk úr sjóðnum 2024 verða kynntar á málþingin Vinnueftirlitsins í Norræna Húsinu þann 28 ágúst 2025 á milli klukkan 09.00 og 11.00.