Afbrotafræði

Afbrotafræði er í grundvallaratriðum þverfagleg grein, þó rætur hennar liggi aðallega í félagsfræðinni. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum viðurkenndum fræðigreinum, s.s. félagsfræði, sálfræði, lögfræði, hagfræði og jafnvel náttúruvísindum.
 
Á síðari árum hefur þó verið gerður greinarmunur á afbrotafræði (þ.e. criminology) annars vegar og sakfræði (þ.e. criminal justice) hins vegar. Jafnvel þó að þessi tvö svið séu náskyld þá er á þeim veigamikill munur. Afbrotafræðin rannsakar tilurð refsilaga, umfang afbrota í samfélaginu, skýringar á útbreiðslu þeirra og afleiðingar afbrota. Sakfræðin beinir einkum sjónum sínum að þeim aðilum sem hafa með meðferð og afgreiðslu refsimála að gera í stjórnkerfinu sjálfu.
 
Afbrotafræðingar fjalla því fyrst og fremst um tíðini og eðli afbrota í samfélaginu en sakfræðingar við réttarvörslukerfið sjálft, svo sem hlutverk lögreglu, dómstóla og fangelsa.

  • Afbrot og refsiábyrgð I - Jónatan Þórmundsson
  • Afbrot og refsiábyrgð II - Jónatan Þórmundsson
  • Afbrot og refsiábyrgð III - Jónatan Þórmundsson
  • Brotalolar, lögreglan og öryggi borgaranna - Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir