Þjónusta_eldra

Þjónusta Félagsvísindastofnunar felur í sér ráðgjöf, úttektir og framkvæmd rannsókna á öllum stigum rannsóknarferlisins, allt frá þróun rannsóknarspurninga til kynningar á niðurstöðum.

Félagsvísindastofnun vinnur hvert verkefni að því marki sem hentar hverjum viðskiptavini. Sumir viðskiptavinir sjá um flesta verkferla sjálfir meðan önnur verk eru fullunnin hjá Félagsvísindastofnun í samvinnu við viðskiptavini.

Á meðal viðskiptavina stofnunarinnar má nefna

  • Ríki og sveitarfélög
  • Smærri og stærri fyrirtæki
  • Stofnanir og ráðuneyti
  • Stéttarfélög og frjáls félagasamtök
  • Sjálfstætt starfandi fræðimenn

Að auki veita starfsmenn Félagsvísindastofnunar ráðgjöf til starfsmanna Háskóla Íslands og fást við kennslu innan sinnar fræðigreinar.

Nánari upplýsingar má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is

Lög um jafnlaunavottun voru samþykkt á Alþingi í júní 2017 en meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Vottunin er innleidd samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST:85:2012 sem er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Staðalinn veitir leiðsögn um hvernig skal undirbúa, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun launakerfa.

Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun kynjanna á vinnustað.

Ein af forsendum þess að skipulagsheild geti fengið vottun er að hún hafi látið gera launagreiningu. Slík greining felst í kerfisbundinni úttekt á launum og kjörum starfsmanna í þeim tilgangi að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.

Kynbundinn launamunur er greindur á ólíkum stigum:

Staðallinn gerir jafnframt kröfu um að skipulagsheildin móti sér jafnlaunastefnu, velji sér jafnlaunaviðmið, skilgreini og flokki störf og meti virði þeirra þannig að saman flokkist sömu eða jafnverðmæt störf. Aðaláherslan í staðlinum og lögunum er að greiða skuli sömu laun fyrir jafnverðmæt störf.

Félagsvísindastofnun hefur veitt ráðgjöf og séð um úttekt og greiningu fyrir jafnlaunavottun fyrir fjölmargar stofnanir og fyrirtæki.

 

dæmi

dæmi

Dæmi

Félagsvísindastofnun hefur frá árinu 2011 unnið gæðakannanir fyrir Háskóla Íslands. Könnunin hefur verið lögð fyrir nemendur í grunnnámi og útskrifaða nemendur á hverju ári, en meistaranemar og doktorsnemar eru spurðir annað hvert ár. Þriðja hvert ár er tekið úrtak á meðal nemenda og þau spurð er út í stoðþjónustu við skólann.

Könnunin er liður í gæðatryggingarkerfi skólans, sem gert er fyrir skrifstofu rektors með það að markmiði að fylgjast með viðhorfum nemenda til gæða þess náms sem þeir stunda.

Dæmi

Dæmi

Dæmi