Háskóli Íslands

Rannsóknasetur

Hér er listi yfir setur, stofur, stofnanir og miðstöðvar sem heyra undir Félagsvísindasvið:

MARK - Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna

Rannsóknamiðstöð í þjóðfræði

Rannsóknarsetur í stjórnmálum og efnahagsmálum

Rannsóknarsetur um fólksflutninga og fjölmenningu (email)

Rannsóknarstofa í afbrotafræði

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum

Rannsóknasetur í safnafræðum 

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti (email)

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

Sundstofan: Rannsóknarmiðstöð um sundlaugar og samfélag

Þjóðmálastofnun 

 

Fræðasetur þriðja geirans

Almennt yfirlit

Fræðasetur þriðja geirans var stofnað í nóvember 2010 og er það rekið af Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild. Meginhlutverk fræðasetursins er að efla rannsóknir, þróunarverkefni og fræðslu á sviði þriðja geirans og almennra félaga sem starfa án hagnaðarvonar. Sá rekstur sem hvorki fellur undir opinberan rekstur eða einkarekstur hefur verið nefndur þriðji geirinn, þ.e. rekstur t.d. félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

 

Markmið fræðasetursins eru:

 • að bæta grunn- og þjónusturannsóknir á sviði þriðja geirans á Íslandi í samstarfi við erlenda háskóla,
 • að vinna að þróunarverkefnum sem miða að því að auka nýsköpun og framþróun í þriðja geiranum í samvinnu við félagasamtök og hið opinbera,
 • að miðla vísindalegri og hagnýtri þekkingu um þriðja geirann,
 • að taka þátt í opinberri stefnumörkun um málefni þriðja geirans í samvinnu viðopinbera aðila og félagasamtök,
 • að veita nemendum í rannsóknatengdu framhaldsnámi tækifæri og aðstoð við rannsóknir á sviði þriðja geirans.

 

Stjórn setursins skipa Ómar Kristmundsson, Steinunn Hrafnsdóttir og Þórólfur Þórlindsson.

Enginn fastur starfsmaður vann við fræðasetrið á árinu og var starfsemi þess lítil.

 

Mannfræðistofnun

Almennt yfirlit

Mannfræðistofnun var stofnuð 1974. Skv. reglum stofnunarinnar frá 1997 er hlutverk stofnunarinnar að efla rannsóknir á sviði mannfræði, bæði félagslegrar og líffræðilegar, m.a. með því að:

•  gangast fyrir rannsóknum á þessu sviði hérlendis og erlendis,

•  stuðla að samstarfi aðila á þessu sviði,

•  gefa út og kynna niðurstöður mannfræðirannsókna,

•  halda ráðstefnur, námskeið og fyrirlestra á þessu sviði,

•  veita framhaldsnemum í mannfræði rannsóknaaðstöðu,

•  annast varðveislu rannsóknagagna.

Ekki hafa verið kjörnir fulltrúar í stjórn stofnunarinnar um nokkurra ára skeið. Enginn fastur starfsmaður vann við stofnunina á árinu og lá öll starfsemi niðri

 

Miðstöð rannsóknablaðamennsku á Íslandi

Almennt yfirlit

Miðstöð rannsóknablaðamennsku á Íslandi var stofnuð árið 2011. Miðstöðin hefur tvíþætt meginmarkmið, annars vegar að fræða með fyrirlestrum, námskeiðahaldi, útgáfu, nemendasamstarfi og upplýsingamiðlun á netinu og hins vegar að vinna að einstökum brýnum rannsóknaverkefnum þar sem stefnt er að því að birta rannsóknaniðurstöður í hefðbundnum miðlum á Íslandi sem og erlendis og á vefsvæði samtakanna.

Stjórn og starfsemi

Í stjórn miðstöðvarinnar eru Kristinn Hrafnsson, formaður stjórnar, Jóhannes Kr. Kristjánsson ritari, Helga Arnardóttir, Ingi R. Ingason og Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Enginn fastur starfsmaður vann við miðstöðina á árinu og lá öll starfsemi niðri.

 

Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

Almennt yfirlit

Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf, sem er rannsókna- og þróunarsetur við Háskóla Íslands, var stofnað árið 2009. Helsta hlutverk setursins er að auka og efla rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar á Íslandi með því að:

 • eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviði náms- og starfsráðgjafar,
 • sinna rannsóknatengdum þjónustuverkefnum,
 • efla tengsl rannsókna og kennslu,
 • eiga samstarf við hagsmunaaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki, stéttarfélög og fleiri,
 • kynna samstarfsverkefni og niðurstöður rannsókna,
 • vera ráðgefandi um náms- og starfsráðgjöf í samfélaginu, taka þátt í umræðu um náms- og starfsráðgjöf og hvetja til umræðu um hana.

Stjórn

Stjórn Sérfræðiseturs í ævilangri náms- og starfsráðgjöf er skipuð fjórum mönnum skv. 4. gr. reglna um setrið. Í henni voru á árinu:

 • Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf, formaður,
 • Helga Helgadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa,
 • María Dóra Björnsdóttir, forstöðumaður Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands,
 • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. 

 

Fræðasetur þriðja geirans

Almennt yfirlit

Fræðasetur þriðja geirans var stofnað í nóvember 2010 og er það rekið af Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild. Meginhlutverk fræðasetursins er að efla rannsóknir, þróunarverkefni og fræðslu á sviði þriðja geirans og almennra félaga sem starfa án hagnaðarvonar. Sá rekstur sem hvorki fellur undir opinberan rekstur eða einkarekstur hefur verið nefndur þriðji geirinn, þ.e. rekstur t.d. félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

 

Markmið fræðasetursins eru:

 • að bæta grunn- og þjónusturannsóknir á sviði þriðja geirans á Íslandi í samstarfi við erlenda háskóla,
 • að vinna að þróunarverkefnum sem miða að því að auka nýsköpun og framþróun í þriðja geiranum í samvinnu við félagasamtök og hið opinbera,
 • að miðla vísindalegri og hagnýtri þekkingu um þriðja geirann,
 • að taka þátt í opinberri stefnumörkun um málefni þriðja geirans í samvinnu viðopinbera aðila og félagasamtök,
 • að veita nemendum í rannsóknatengdu framhaldsnámi tækifæri og aðstoð við rannsóknir á sviði þriðja geirans.

 

 

Stjórn setursins skipa Ómar Kristmundsson, Steinunn Hrafnsdóttir og Þórólfur Þórlindsson.

Enginn fastur starfsmaður vann við fræðasetrið á árinu og var starfsemi þess lítil.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is