Evrópska samfélagskönnunin

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt hópi sérfræðinga á sviði félagsvísinda standa um þessar mundir fyrir evrópskri könnun á viðhorfum, lífsgildum og hegðun fólks á Íslandi.
Könnunin nær til rúmlega 3.000 manna tilviljunarúrtaks af landinu öllu, 15 ára og eldri.

Könnunin heitir Evrópska samfélagskönnunin (European Social Survey – ESS) og er gerð í yfir 30 löndum Evrópu. Eitt af markmiðum hennar er að varpa ljósi á samfélagsleg málefni og veita niðurstöðurnar einstakt tækifæri til að meta hegðun og viðhorf Íslendinga og þeirra sem hér búa, m.a. til heilsu, trausts og félagslegra tengsla í samanburði við önnur lönd.

Hafir þú einhverjar spurningar eða athugasemdir þá vinsamlegast sendu póst á Ævar Þórólfsson (at@hi.is)