Heimsóknarkannanir

Í heimsóknarkönnunum leggja spyrlar spurningar fyrir á heimili svarenda. Spurningalistar í slíkum könnunum eru oft með lengra móti og fæst þannig viðamikið og gott safn af gögnum.

Félagsvísindastofnun sér reglulega um framkvæmd stórra heimsóknarkannana. Þessi aðferð er ekki oft notuð enda tímafrek. Upp á móti vegur að heimsóknarkannanir geta veitt mjög góða innsýn í viðfangsefnið.

Þegar heimsóknarkannanir eru undirbúnar er nauðsynlegt að hanna viðtalsaðferð, spurningalista og svarspjöld, hafa samband við þátttakendur og bóka viðtalstíma. Þjálfun spyrla er afar mikilvæg þegar kemur að heimsóknarkönnunum þar sem meiri hætta er á að spyrill hafi áhrif á þátttakanda ef hann ber sig ekki rétt að.

Gert er ráð fyrir að ná svarhlutfalli á bilinu 65-70% þegar þessi aðferð er notuð.

Nánari upplýsingar um þessa aðferð má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.