Einstaklingsviðtöl

Einstklingsviðtöl eru öflug aðferð til að ná fram skilningi eða viðhorfi fólks til ákveðins viðfangsefnis.

Einstaklingsviðtöl henta vel til þess að öðlast dýpri sýn á viðfangsefni sem er til rannsóknar og könnun nær ekki til, svo sem þekkingu sérfræðinga o.fl.

Sú leið að taka einstaklingsviðtöl er einnig oft valin þegar umræðuefnið er viðkvæmt og þegar talað er við þekkta einstaklinga eða einstaklinga sem eru í samkeppni við hvorn annan.

Upplýsingar úr einstaklingsviðtölu eru einnig oft notaðar til þess að hanna spurningalista sem síðan er lagður fyrir úrtak fólks en þau geta einnig verið notuð ein og sér.

Markmiðið með einstaklingsviðtölum er fyrst og fremst að fá innsýn í hugmyndir eða viðhorf fólks í tengslum við ákveðið viðfangsefni.

Yfirgripsmikil reynsla, vandvirkni og gott skipulag eru lykilatriði til þess að unnt sé að ná fram góðum niðurstöðum úr einstaklingsviðtölum. Starfsfólk Félagsvísindastofnunar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði.

Nánari upplýsingar um þessa aðferð má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.