Um GAGNÍS

Gagnaþjónustan GAGNÍS var stofnuð í lok árs 2018 og er viðurkenndur þjónustuaðili Samtaka evrópskra gagnavarðveislusafna í félagsvísindum (CESSDA-ERIC) á Íslandi og fylgir alþjóðlegum stöðlum um opin gögn í vísindum.

Meginmarkmið GAGNÍS:

  • að sækjast eftir og safna rannsóknagögnum og gera þau aðgengileg öllum, bæði fræðafólki og almenningi
  • að auðvelda til muna aðgengi, finnanleika og nýtingarmöguleika vísindagagna á Íslandi, hvort sem er til kennslu, frekari rannsókna eða stefnumótunar
  • að bjóða aðgengilegar lausnir í langtímavarðveislu rannsóknagagna

Helsta þjónusta GAGNÍS:

  • að taka við rannsóknagögnum og setja þau í opinn aðgang
  • að veita ráðgjöf til þeirra sem senda inn gögn um frágang og skráningu gagna
  • að veita ráðgjöf til notenda um endurnýtingu gagna sem eru í opnum aðgangi hjá GAGNÍS 
Mynd

Stjórn GAGNÍS

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ,
Hulda Proppé, rannsóknastjóri Félagsvísindasviðs,
Þorgerður Einarsdóttir, formaður vísindanefndar Félagsvísindasviðs.

Verkefnisstjórn 

Örnólfur Thorlacius, ort@hi.is