Ráðgjöf

Á Félagsvísindastofnun starfa sérfræðingar í eigindlegri og megindlegri aðferðarfræði. Við veitum ráðgjöf í spurningalistagerð, úrvinnslu gagna og öðru tengdu rannsóknum.

Spurningalistagerð: Við tryggjum að allir spurningalistar við stofnunin leggur fyrir standist aðferðafræðilegar kröfur. Við komum að hvar sem er í ferlinu og veitum ráðgjöf um gerð spurningalista, hvort sem er yfirlestur á lista sem er fullbúinn eða að gera spurningalista frá grunni, og allt þar á milli.

Úrvinnsla megindlegra gagna: Verkefnastjórar Félagsvísindastofnunar hafa breiðann bakgrunn. Hjá okkur starfar fólk sem kemur úr hagfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, félagsfræði og fleira. Við veitum ráðgjöf eða aðstoðum við úrvinnslu megindlegra gagna. Við aðstoðum við að finna rétt marktektarpróf fyrir gögnin þín (t.d. OLS regression, binary logistic regression, ordinal regression, mixed models (þ.á.m. multilevel models)). Og höfum einnig mikla reynslu á þáttagreiningu (t.d. leitandi þáttagreining (principal component analysis og principal axis factoring), staðfestandi þáttagreining (confirmatory factor analysis) og formgerðargreining (structural equation modeling)). Að auki má eiga við gögn með mikið af auðum gildum (missing values) með multiple-imputation.

Jafnlaunavottun: Lög um jafnlaunavottun voru samþykkt á Alþingi í júní 2017 en meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Vottunin er innleidd samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST:85:2012 sem er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Staðalinn veitir leiðsögn um hvernig skal undirbúa, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun launakerfa.
Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun kynjanna á vinnustað. 
Ein af forsendum þess að skipulagsheild geti fengið vottun er að hún hafi látið gera launagreiningu. Slík greining felst í kerfisbundinni úttekt á launum og kjörum starfsmanna í þeim tilgangi að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.

Staðallinn gerir jafnframt kröfu um að skipulagsheildin móti sér jafnlaunastefnu, velji sér jafnlaunaviðmið, skilgreini og flokki störf og meti virði þeirra þannig að saman flokkist sömu eða jafnverðmæt störf. Aðaláherslan í staðlinum og lögunum er að greiða skuli sömu laun fyrir jafnverðmæt störf.
Félagsvísindastofnun hefur veitt ráðgjöf og séð um úttekt og greiningu fyrir jafnlaunavottun fyrir fjölmargar stofnanir og fyrirtæki, svo sem Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Seðlabanka Íslands, Samkeppniseftirlitið o.fl.