Ráðgjöf

Á Félagsvísindastofnun starfa sérfræðingar í eigindlegri og megindlegri aðferðarfræði. Við veitum ráðgjöf í spurningalistagerð, úrvinnslu gagna og öðru tengdu rannsóknum.

Spurningalistagerð: Við tryggjum að allir spurningalistar við stofnunin leggur fyrir standist aðferðafræðilegar kröfur. Við komum að hvar sem er í ferlinu og veitum ráðgjöf um gerð spurningalista, hvort sem er yfirlestur á lista sem er fullbúinn eða að gera spurningalista frá grunni, og allt þar á milli.

Úrvinnsla megindlegra gagna: Verkefnastjórar Félagsvísindastofnunar hafa breiðann bakgrunn. Hjá okkur starfar fólk sem kemur úr hagfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, félagsfræði og fleira. Við veitum ráðgjöf eða aðstoðum við úrvinnslu megindlegra gagna. Við aðstoðum við að finna rétt marktektarpróf fyrir gögnin þín (t.d. OLS regression, binary logistic regression, ordinal regression, mixed models (þ.á.m. multilevel models)). Og höfum einnig mikla reynslu á þáttagreiningu (t.d. leitandi þáttagreining (principal component analysis og principal axis factoring), staðfestandi þáttagreining (confirmatory factor analysis) og formgerðargreining (structural equation modeling)). Að auki má eiga við gögn með mikið af auðum gildum (missing values) með multiple-imputation.