Gögn í opnum aðgangi hjá GAGNÍS
Í gagnagrunni GAGNÍS má finna ýmis áhugaverð gögn sem hægt er að nota meðal annars í rannsóknum og kennslu. Sækja má og nýta gögnin án endurgjalds að því gefnu að notkun þeirra sé ekki í hagnaðarskyni.
Dataverse gagnagrunnur
GAGNÍS styðst við umfangsmikið og alþjóðlega viðurkennt gagnagrunnskerfi, Dataverse, sem þróað er af Harvard háskóla.
Dataverse gagnagrunnur GAGNÍS gefur kost á að:
- hlaða niður tiltekinni gagnaskrá hvort sem er á formi SPSS skrár, Tab-Delimited eða Rdata
- skoða lýsigögn (e. metadata) sem eru á stöðluðu formi og gefa helstu upplýsingar um gögnin
- sækja fylgiskjöl sem innihalda m.a. upplýsingar um framkvæmd og úrtak rannsóknar, spurningalista og kóðun breyta í gagnaskrá
Mynd

Nesstar gagnagrunnur
Sum gagnasöfn GAGNÍS eru einnig aðgengileg í gegnum Nesstar gagnagrunn þar sem hægt er að fá fram lýsandi tölfræði og greina gögnin gagnvirkt á netinu.
Þar má t.d. finna gögn úr Íslensku kosningarannsókninni sem er viðamikil langtímarannsókn sem nær aftur til ársins 1983.
Mynd
