Gögn í opnum aðgangi hjá GAGNÍS

Hér að neðan er að finna þau gagnasöfn sem eru í opnum aðgangi hjá GAGNÍS. Sækja má og nýta gögnin án endurgjalds, svo lengi sem þau eru ekki notuð í hagnaðarskyni. Um flest gögnin á við svokallað Creative Commons-leyfi, t.d. CC BY-NC-SA, þar sem notendum er frjálst að nýta, deila og aðlaga gögnin, að því gefnu að vísað er í upprunalegan höfund gagnanna. 

Athugið að sum gagnasöfnin eru einnig aðgengileg í gegnum Nesstar WebView sem er gagnvirkt vefforrit í umsjón Félagsvísindastofnunar (í þeim tilvikum er hlekkur á síðu gagnasafnsins sem leiðir inn á Nesstarsíðu). Í Nesstar er auðvelt að skoða upplýsingar um allar breytur í gagnaskránni, auk þess sem hægt er að biðja um lýsandi tölfræði, greina gögnin og hlaða niður skrám.