GAGNÍS - gagnaþjónusta félagsvísinda á Íslandi
GAGNÍS tekur við íslenskum rannsóknagögnum, hýsir þau í opnum aðgangi og tryggir vísindasamfélaginu og almenningi aðgengi að þeim án endurgjalds.
Texti
Hvers vegna rannsóknagögn í opnum aðgangi?
- Eykur sýnileika íslenskra rannsókna innan- og utanlands
- Býður upp á ýmis tækifæri til þverfræðilegs samstarfs
- Er örugg og skipuleg langtímavarðveisla gagna
- Tryggir fræðafólki og almenningi aðgang að vísindagögnum til framtíðar og án endurgjalds
- Stuðlar að ábyrgari nýtingu rannsóknagagna
- Veitir yfirsýn yfir gögn sem þegar hefur verið safnað
- Býður upp á aukna möguleika á notkun íslenskra gagnasafna til kennslu
- Er í samræmi við alþjóðlegar stefnur og staðla um meðhöndlun vísindagagna
- Samræmist stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs og HÍ21 stefnu Háskóla Íslands
- Uppfyllir síauknar kröfur styrkveitenda um opið aðgengi að gögnum sem safnað hefur verið fyrir opinbert fé
Mynd
Mynd
