Háskóli Íslands

Vilt þú taka þátt í Þjóðarspeglinum 2014?

Þjóðarspegillinn XV: Ráðstefna í félagsvísindum verður haldinn föstudaginn 31. október 2014 í Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi.

Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði félagsvísinda er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir 6. júní næstkomandi. Ágripið þarf að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi. Öll ágripin munu birtast í heild sinni á vefsíðu Þjóðarspegilsins og í Skemmunni.

Rafrænt skráningarform verður birt hér á vefsíðu Félagsvísindastofnunar á næstu dögum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is