Háskóli Íslands

Viðhorf til vinnu

Opinn ársfundur Félagsvísindastofnunar verður haldinn föstudaginn 24. febrúar kl. 08:30-10:00 á Litla torgi á Háskólatorgi.

Að loknum hefðbundnum ársfundarstörfum verður athyglinni beint að vinnuviðhorfum og vinnuaðstæðum á Íslandi árið 2016.

08:45 – 08:55 Ávarp formanns stjórnar - Þorgerður Einarsdóttir, prófessor08:55 – 09:10 Starfsemi Félagsvísindastofnunar 2016 - Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður

09:10 – 09:25 Alþjóðlega viðhorfakönnunin, ISSP: Viðhorf til vinnu og vinnuaðstæðna - Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri

09:25 – 09:40 Hvað einkenndi vinnuviðhorf ólíkra hópa á Íslandi árið 2016? - Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor og Thamar Heijstra, lektor

09:40 – 09:55 Félagslegir áhættuþættir í vinnuumhverfi Íslendinga - Ásta Snorradóttir, lektor og Jóhann Friðrik Friðriksson, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu

Fundurinn er öllum opinn.

Hér má sjá helstu niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni um viðhorf til vinnu og vinnuaðstæðna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is