Háskóli Íslands

Vantar þig hlutastarf?

Félagsvísindastofnun óskar eftir starfsfólki í verktakavinnu í október 2016 til febrúar 2017

 

Í starfinu felst: Að banka upp á hjá þátttakendum og taka viðtal við þá heima hjá þeim. Hvert viðtal tekur um eina klukkustund.

 

Könnunin (European Social Survey) er alþjóðleg og var síðast gerð á Íslandi árið 2012. Meðal annars er spurt um viðhorf til velferðarmála, stjórnmála, loftslagsmála og trúmála. Spyrlar munu fá þjálfun áður en vinnan hefst. Við leitum að vandvirku fólki með mjög góða færni í mannlegum samskiptum. Reynsla af viðtalsrannsóknum er kostur. Okkur vantar spyrla á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en einnig úti á landi, til dæmis í Vestmannaeyjum, á Ísafirði, á Norðurlandi og á Austfjörðum.

 

Spyrlar þurfa að eiga eða hafa aðgang að fartölvu eða spjaldtölvu sem notast verður við í viðtölunum og hafa aðgang að bíl. Spyrill ræður vinnutíma sínum bæði hvað fjölda viðtala varðar sem og tímasetningu þeirra. Þó má gera ráð fyrir að meirihluti viðtala fari fram seinni part dags, á kvöldin eða um helgar. Greitt verður eftir fjölda lokinna viðtala auk þess sem greiddir verða út bónusar þegar ákveðnum fjölda viðtala er náð.

 

Vinsamlegast hafðu samband við Bylgju Árnadóttur eða Maríu Lovísu Guðjónsdóttur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í tölvupósti á netfangið bylgja@hi.is, eða í síma 525 4545 ef þú hefur áhuga á starfinu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is