Háskóli Íslands

Um okkur

Starfsemi Félagsvísindastofnunar

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir rannsóknum, ráðgjöf og þjónustuverkefnum sem tengjast viðfangsefnum félagsvísinda. Hún heyrir undir félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, stjórnmálafræðideild og félagsráðgjafardeild. Undir hatti Félagsvísindastofnunar eru starfræktar fjölmargar rannsóknastofur- og setur á fræðasviðum deildanna sem að stofnunni standa.

Félagsvísindastofnun hefur verið starfrækt frá árinu 1985.

 

Hlutverk Félagsvísindastofnunar er að:

  • Efla rannsóknir í félagsvísindum 
  • Sinna þjónustuverkefnum á sviði félagsvísinda
  • Eiga samstarf við aðila utan stofnunarinnar sem stunda rannsóknir á rannsóknasviðum stofnunarinnar
  • Veita nemendum þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að stunda rannsóknir
  • Styðja við kennslu á sviði aðferðafræði félagsvísinda
  • Gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í félagsvísindum
  • Veita upplýsinga og ráðgjöf varðandi félagsvísindaleg málefni
  • Gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um félagsvísindi
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is