Háskóli Íslands

Þjónusta við flóttafólk á Íslandi - Skýrsla kynnt í Veröld húsi Vigdísar

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 15.00 verður skýrsla Alþjóðamálastofnunar um þjónustu við flóttafólk á Íslandi kynnt. Skýrslan var unnin fyrir Innanríkisráðuneytið og Velferðarráðuneytið,  

Hvað finnst flóttafólki sem fengið hefur vernd hér á landi um þann stuðning og þjónustu sem það fékk þegar það kom til landsins? Hvaða áskoranir og möguleikar eru fyrir hendi að mati sérfræðinga sem vinna dagsdaglega við að aðstoða flóttafólk? Hvað getum við lært af því hvernig hin Norðurlöndin taka á móti flóttafólki? 

Auður Birna Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, kynnir skýrsluna og tildrög hennar, auk þess að fara yfir niðurstöður úr eigindlegri rannsókn meðal sérfræðinga sem vinna við að taka á móti flóttafólki. 

Ásdís Arnalds, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun og doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild, kynnir helstu niðurstöður úr skoðanakönnun og rýnihóparannsókn sem var gerð meðal flóttafólks á Íslandi. 

Kynningin fer fram í stofu VHV 007.

Allir velkomnir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is