Á Þjóðarspeglinum XVIII - 2017 voru 207 ágrip upphaflega skráð til leiks en eftir nokkur forföll voru 188 erindi flutt í heildina í 56 málstofum. Til samanburðar voru 185 erindi í 52 málstofum kynnt árið á undan. Þá bárust 12 veggspjöld og voru átta örfyrirlestrar fluttir á ráðstefnudag.
Í heildina stóðu 278 höfundar ásamt meðhöfundum að erindum ráðstefnunnar þegar tekið var tillit til brottfalla en rúm 64% þeirra störfuðu eða tengdust Háskóla Íslands.
Þátttakendur og aðrir sem komu að ráðstefnunni í ár eiga þakkir skildar fyrir þeirra þátt. Við erum ótrúlega ánægð með árangurinn og þá umfjöllun sem ráðstefnan fékk í fjölmiðlum í ár. Við höfum sett myndir frá ráðstefnunni í ár á Facebook síðu ráðstefnunnar. Endilega kíktu á myndirnar og merktu þig.
Við erum í skýjunum með hversu vel nýja skipulagið við skráningu erinda í fyrirfram tilgreindar málstofur reyndist og munum við halda því fyrirkomulagi á næstu ráðstefnu.
Við vonumst til að sjá sem flesta á Þjóðarspeglinum XIX - 2018.