Háskóli Íslands

Þjóðarspegillinn á viðburðaappi Háskóla Íslands

Viðburðaapp Háskóla Íslands var að renna rjúkandi heitt inn á bæði Google Play Store og App Store. Þjóðarspegillinn fær heiðurinn af því að vígja það en hægt er að nálgast upplýsingar um öll erindi og málstofur ráðstefnunnar á appinu og hvar þær verða til húsa. Einnig er hægt að velja málstofur í sína eigin dagskrá. Í framtíðinni verður svo hægt að nálgast upplýsingar um alla opna viðburði á vegum skólans á viðburðaappinu.

Kíkið endilega í búðirnar og leitið af "VIðburðir Háskóla Íslands".

Hér má sækja appið í Google Play store eða hjá App store.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is