Háskóli Íslands

Mun hærra hlutfall Íslendinga telja að stjórnmálamenn á Íslandi séu viðriðnir spillingu nú en fyrir 2 árum

Könnun var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 4. til 17 desember 2018. Netpanell Félagsvísindastofnunar samanstendur af tilviljunarúrtaki fólks 18 ára og eldra á landinu öllu sem hefur samþykkt að taka þátt í netkönnun á vegum stofnunarinnar. Könnunin var send á 2000 einstaklinga og 975 svöruðu og var því þátttökuhlutfallið um 49%. Gögnin hafa verið vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun þannig að úrtakið endurspegli þýði Íslendinga að þessu leyti. Hér fyrir neðan birtum við niðurstöður við þremur spurningum um viðhorf til stjórnmála á Íslandi þar sem við berum við niðurstöður við sömu spurningum sem lagðar voru fyrir í sambærilegum könnunum annars vegar 2016 og hins vegar 2013.

Mynd 1. Að þínu mati, um það bil hversu margir stjórnmálamenn á Íslandi eru viðriðnir spillingu?

Hlutfallslegur fjöldi þeirra sem telur að margir eða nánast allir stjórnmálamenn á Íslandi séu viðriðnir spillingu er mun hærri nú en fyrir tveimur árum. Um það bil 16% svarenda í könnun sem lögð var fyrir um miðjan desember töldu að nánast allir stjórnmálamenn á Íslandi væru viðriðnir spillingu, en aðeins um 5% í könnun árið 2016.

 

Mynd 2. Myndi það auka traust þitt til Alþingis mikið, nokkuð, lítið eða ekkert ef ... Prósentuhlutfall sem merkti við „mikið“.

Hlutfall landsmanna sem segir að það myndi auka mikið traust til Alþingis ef meira væri um afsagnir þingmanna í kjölfar mistaka er nú um 62%, en var um 50% árið 2013 (spurningin hefur ekki verið lögð fyrir síðan 2013). Nokkuð hátt hlutfall fólks greinir jafnframt frá því að það myndi auka traust þeirra til Alþingis mikið ef þingmenn sýndu hver öðrum meiri viðringum, en hlutfallið er nú um 57% miðað við um 59% árið 2013.

Mynd 3. Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Alþingis? Prósentuhlutfall þeirra sem segja alls ekkert traust og mjög eða frekar lítið traust.

Rúmlega 18% bera alls ekkert traust til Alþingis en um helmingur landsmanna ber mjög eða frekar lítið traust til Alþingis. Traust til Alþingis er svipað nú og fyrir 5 árum.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is