Háskóli Íslands

Skráning og leiðbeiningar til höfunda

Opnað hefur verið fyrir skráningum fyrir Þjóðarspegilinn XIX- 2018 og rennur umsóknarfrestur út 21. ágúst 2018.  

Leiðbeiningar til höfunda:

  • Þátttakendur mæta 5 mínútum fyrir upphaf málstofunnar með kynninguna sína á usb lykli og hlaða glærunum upp á desktop tölvunnar. Muna að eyða öllum kynningum af tölvunni í lok málstofunnar
  • Glærur eru fáanlegar af hönnunarstaðli háskólans, vinsamlegast veljið rétta deild 
  • Tímarammi hverrar málstofu er 105 mínútur. Ýmist eru þrjú til fimm erindi í hverri málstofu, þið þurfið að taka tillit til þess við stjórnun málstofunnar. Endilega notið tímaspjöldin. Gert er ráð fyrir að málstofa með fjórum erindum taki 20 mínútur í flutningi og þá séu ca. 5 mín. til spurninga og athugasemda.
  • Þurfi einstaka kennarar viðveruskrá verða þeir að bera ábyrgð á henni sjálfir. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is