Háskóli Íslands

Rafræn skráning á Þjóðarspegilinn

Þjóðarspegillinn er árleg ráðstefna sem haldinn er í Háskóla Íslands þar sem fræðafólki og sérfræðingum gefst færi á að kynna rannsóknir sínar og verkefni á sviði félagsvísinda.  Ár hvert er fjöldinn allur af fyrirlestrum fluttur á ráðstefnunni, til marks um ríkulegt og gróskumikið rannsóknarstarf. 

Í ár verður Þjóðarspegillinn XX: Ráðstefna í félagsvísindum haldinn föstudaginn 1. nóvember. Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði félagsvísinda er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir 27. ágúst næstkomandi

Þátttakendur þurfa að fylla út skráningarform. Á skráningarforminu velja þátttakendur einn af þremur möguleikum á fyrirkomulagi þátttöku.

a)    Senda inn ágrip og flytja erindi (innan fyrirfram ákveðinnar málstofu)
b)    Senda inn ágrip að veggspjaldi og halda örkynningu (10 mínútur)
c)    Senda inn ágrip að veggspjaldi án þess að halda örkynningu
 

Staðfesting um samþykkt eða höfnun ágrips verður send til höfunda í september 2019.

Vinsamlegast athugið að markmiðið með ráðstefnunni er að skapa vettvang fyrir fræðilega umræðu og einnig stuðla að samræðna við almenning. Þátttakendur eru því hvattir til að haga erindum sínum þannig að ráðstefnugestir geti bæði haft gagn og gaman af. 

Vinsamlegast athugið reglur um þátttöku á þjóðarspeglinum.

Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti: thjodarspegillinn@hi.is eða í síma 525 4176

 

Skráningarform

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is