Háskóli Íslands

Ráðgjöf við styrkumsóknir

ráðgjöf

Félagsvísindasvið hefur gert tímabundið samkomulag við Félagsvísindastofnun um að stofnunin veiti starfsmönnum sviðsins ráðgjöf um styrkjamöguleika. Samkomulagið felur í sér að Félagsvísindasvið fjármagnar 50% stöðu ráðgjafa við stofnunina. Að þeim tíma liðnum verður árangur þessa fyrirkomulags metinn.
 
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir mun sinna verkefninu en í því felst m.a. skimun og rýni á innlendum og alþjóðlegum styrkjaáætlunum, miðlun upplýsinga og kynning fyrir starfsfólki sviðsins.
 
Starfsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en nánari upplýsingar um fyrirkomulag veitir Ingibjörg Lilja (ilo@hi.is).
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is