Háskóli Íslands

Opnað hefur verið fyrir skráningu

Vilt þú taka þátt í Þjóðarspeglinum XIX? Skráning er opin til 21. ágúst 2018.

 
Þjóðarspegillinn XIX: Ráðstefna í félagsvísindum verður haldinn föstudaginn 26. október 2018 við Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi.
 
Í ár biðjum við áhugasama fræðimenn um að taka höndum saman og skipuleggja sameiginlegar málstofur með 2- 5 faglega tengdum erindum (hver málstofa er 1,45 klukkustund). Ekki er tekið við einstökum ágripum nema undir sérstökum kringumstæðum. Hvert erindi þarf að skrá sérstaklega með vísun í heiti málstofunnar ásamt 200 orða ágripi. Ágripið þarf að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi.
 
Skráning fer fram rafrænt. Þátttakendur skrá sig til leiks á heimasíðu Þjóðarspegilsins (www.thjodarspegillinn.hi.is). Í ár verður ekki tekið við greinum í ritstýrða útgáfu og hafa skráningarleiðir því breyst. Eftirfarandi skráningarleiðir eru nú í boði:
 
a)    Senda inn ágrip og flytja erindi (innan fyrirfram ákveðinnar málstofu)
 
b)    Senda inn ágrip að veggspjaldi og halda örkynningu (10 mínútur)
 
c)    Senda inn ágrip að veggspjaldi án þess að halda örkynningu
 
Athugið að ekki er gerð krafa um að leiðbeinendur séu meðhöfundar meistaranema að veggspjöldum.
 
Staðfesting ritstjóra um samþykkt eða höfnun ágrips verður send til höfunda í september 2018.
 
Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti: thjodarspegillinn@hi.is eða í síma 525-5440.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is