Háskóli Íslands

Rafræn skráning á Þjóðarspegilinn

Þjóðarspegillinn XX: Ráðstefna í félagsvísindum verður haldinn föstudaginn 1. nóvember 2019 við Háskóla Íslands. Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði félagsvísinda er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir 27. ágúst næstkomandi

Þegar þátttakendur skrá sig til leiks velja þeir einn af þremur möguleikum á fyrirkomulagi þátttöku (A, B eða C) á skráningarforminu.

Staðfesting ritstjóra um samþykkt eða höfnun ágrips verður send til höfunda í september 2019.

Vinsamlegast athugið eftirfarandi: 

  • Hver og einn getur aðeins verið höfundur að tveimur erindum, aðalhöfundur að einu og meðhöfundur að öðru, óháð fræðasviði og formi þátttöku. ATHUGIÐ AÐ ÞETTA Á EKKI VIÐ þegar um þátttöku leiðbeinanda með doktorsnemum sínum er að ræða. Leiðbeinendur geta tekið þátt með doktorsnemum sínum sem meðhöfundar TIL VIÐBÓTAR við hin fyrrnefndu tvö erindi, með þeim skilyrðum að doktorsneminn skrái sig til leiks og haldi erindið á Þjóðarspeglinum.
  • Leiðbeinendur skulu vera meðhöfundar erinda/greina sem byggja á meistaraverkefnum. 
  • Skila má tillögum að málstofum með fjórum erindum á netfangið thjodarspegillinn@hi.is (athugið að allir höfundar verða þó að skrá sig rafrænt). 

Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti: thjodarspegillinn@hi.is eða í síma 525 4545.

 

Skráningarform

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is