Háskóli Íslands

Leiðbeiningar fyrir gerð ágripa: Þjóðarspegillinn 2019

Vinsamlegast athugið að frestur til að skila ágripum er til 27. ágúst 2019. 

Ágrip skulu vera að lágmarki 170 orð eða að hámarki 220 orð. (Vinsamlegast virðið viðmiðið)

Tilgreina skal titil erindis, nafn eða nöfn höfunda.

Tilgreina skal heiti málstofu hafi höfundur upplýsingar um slíkt.

Ágrip skulu vera prófarkarlesin og tilbúin til birtingar í ágripabók.

Vanda skal til orðfæris og efnistaka í ágripum, hugtök skýrð og allar skammstafanir útskýrðar og reynt að stilla þeim í hóf.

Fjalli ágrip um framkvæmd rannsóknar skal skýra greinilega frá markmiði, tilgátu, aðferð, framkvæmd ásamt túlkun helstu niðurstaða eða lærdóm sem dreginn er af rannsókninni. 

Ágrip innan sömu málstofu skulu vera tilgreind með nafni málstofunnar og gæta skal að nafn málstofu sé eins á milli ágripa. 

Ágrip innan sömu málstofu skulu hafa skýr tengsl sín á milli. Skeri ágrip sig mikið úr að mati starfsfólks Þjóðarspegils, áskilur það sér rétt til að finna ágripinu annan viðeigandi vettvang innan dagskrár. 

Ágrip verða metin samkvæmt matsblaði sem höfundar fá sent ef þörf er á endurskoðun ágrips. Bregðist höfundar ekki við athugasemdum innan þess tíma sem uppgefinn er má hafna ágripi.

 

Abstract guideline for authors: Þjóðarspegillinn 2019

Abstracts should be a minimum of 170 words or a maximum of 220 words. Please respect the criterion.

The title of the presentation and the names of authors should be indicated.

The name of the seminar which the presentation belongs to should be indicated, if it is known.  

Abstracts must be proofread and ready for publication in an abstract book. 

Care should be given to the wording of the abstracts. Concepts should be clearly explained and abbreviations used purposefully and minimally. 

A study summary should clearly explain the objective, hypothesis, method, implementation as well as interpretation of the main outcomes or lessons learned from the study.

Abstracts within the same seminar must be specified by the name of the seminar. Care must be taken that the name of the seminar is the same between abstracts. 

Abstracts within the same seminar should have a common theme. If there is no obvious relation between presentations in a predefined seminar, Þjóðarspegill´s staff has the right to find a more suitable place in the final agenda for such presentation. 

Abstracts will be evaluated according to an assessment sheet. Authors will receive the assessment if a revision of an abstract is needed. Failure to comply with the comments within the time allocated may result in a rejection of the presentation. 

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is