Háskóli Íslands

Námskeið

Skráning stendur yfir á réttindanámskeið KANS (Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli)

Primary tabs

Námskeiðið er ætlað náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Þetta er réttindanámskeið og aðeins þeir sem hafa sótt það hafa leyfi til að nota könnunina.

Námskeiðið er haldið í tveimur hlutum og allajafna líða 1-2 vikur á milli.

Kennarar á námskeiðinu eru:

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands

Andrea G. Dofradóttir, verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun

Dagskrá fyrri daginn er eftirfarandi:

  1.   Fræðilegur inngangur og kynning á efninu.
  2.   Farið yfir könnunina KANS og hvernig hún er útfyllt.
  3.   Þátttakendur svara könnuninni, hver fyrir sig og ræða síðan niðurstöður tveir og tveir saman.
  4.   Farið er yfir hvern kvarða og hver þeirra er túlkaður út frá dæmum úr hópi þátttakenda og með notkun    viðmiðunartafla.
  5.   Þátttakendur leggja KANS fyrir 2-3 viðmælendur á vettvangi og koma með á seinni dag námskeiðsins.

Dagskrá seinni daginn er:

Farið yfir svör viðmælenda á KANS og rætt um áframhaldandi ráðgjöf og vinnu með þeim með tilliti til niðurstaðna.

 

Eftir námskeiðið ættu þátttakendur:

Að hafa betri þekkingu á ólíkum hliðum (víddum) aðlögunarhæfni á starfsferli og hvernig þær eru samsettar.

Að kunna að túlka niðurstöður úr KANS bæði m.t.t. þeirrar fræðikenningar sem byggt er á og eins viðmiðunartafla.

Að geta notað KANS mælitækið á markvissan hátt í ráðgjafarsamskiptum.

 

Verð:

Verð á námskeiði: 41.000.-

Námskeiðspakki: 21.000.-  (handbók, töflurit + 2 spurningalistar)

 

Fyrirhuguð námskeið:

Næsta námskeið 10. október kl. 13-17 og 17.október kl. 13-16*

Staður: Reykjavík. Nánari staðsetning verður send þátttakendum þegar nær dregur.

 

Skráning: 

Þú skráir þig á námskeið með því að senda tölvupóst á andread@hi.is

Að skráningu lokinni færðu staðfestingarpóst innan 24 tíma (eða næsta virka dag). Vinsamlegast fylgist með að sá póstur berist.

Upplýsingar veita Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (gudvil@hi.is/S:525-4518) eða Andrea G. Dofradóttir (andread@hi.is/S:525-4162).

 

*Félagsvísindastofnun áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst nægilegur fjöldi þátttakenda á námskeiðið. Miðað er við að lágmarksfjöldi sé 10 manns.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is