Háskóli Íslands

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi var stofnuð árið 2011. Miðstöðin hefur tvíþætt meginmarkmið, annars vegar að fræða með fyrirlestrum, námskeiðahaldi, útgáfu, nemendasamstarfi og upplýsingamiðlun á netinu og hins vegar að vinna að einstökum brýnum rannsóknaverkefnum þar sem stefnt er að því að birta rannsóknaniðurstöður í hefðbundnum miðlum á Íslandi sem og erlendis og á vefsvæði samtakanna.
 
Stjórn og starfsemi
 
Í stjórn miðstöðvarinnar eru Kristinn Hrafnsson, formaður stjórnar, Jóhannes Kr. Kristjánsson ritari, Helga Arnardóttir, Ingi R. Ingason og Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Enginn fastur starfsmaður vann við miðstöðina á árinu og lá öll starfsemi niðri.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is