Háskóli Íslands

Laus störf

Laus störf (Starfatorg)

 

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands óskar eftir starfsfólki í tímabundna verktakavinnu frá júlíbyrjun

Um er að ræða áhugavert spyrlastarf sem felur í sér að leggja spurningakönnun fyrir fólk á heimilum um allt land.

Könnunin (International Social Survey Programme) er alþjóðleg og er gerð í um 40 löndum. Meginmarkmið er að skoða viðhorf almennings til samfélagslegra málefna. Spyrlar munu fá þjálfun í að leggja fyrir könnunina.

Við leitum að vandvirku fólki sem getur starfað sjálfstætt og er með góða færni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri. Reynsla af viðtalsrannsóknum er kostur.

Spyrlar þurfa að hafa aðgang að bíl og nota eigin snjallsíma og fartölvu eða spjaldtölvu í viðtölunum.

Áhugasamir þurfa að geta setið 4-5 tíma þjálfun í eitt skipti í vikunni 6.-10. júlí. Í boði verður að sitja þjálfunina annað hvort að degi eða kvöldi til.

Vinsamlega hafið samband við Guðrúnu Axfjörð eða Maríu Guðjónsdóttur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í netfanginu spyrlar@gmail.com, ef þú hefur áhuga á starfinu.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is