Háskóli Íslands

Laus störf

Spyrlar óskast í heimsóknarkannanir

Félagsvísindastofnun óskar eftir starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu í verktakavinnu í maí til júlí 2017.
 
Í starfinu felst: Að banka upp á hjá þátttakendum og taka viðtal við þá heima hjá þeim. Hvert viðtal tekur um eina klukkustund.
 
Spyrlar munu fá þjálfun áður en vinnan hefst. Við leitum að vandvirku fólki með mjög góða færni í mannlegum samskiptum. Reynsla af viðtalsrannsóknum er kostur.  
 
Spyrlar þurfa að eiga eða hafa aðgang að fartölvu eða spjaldtölvu sem notast verður við í viðtölunum og hafa aðgang að bíl. Spyrill ræður vinnutíma sínum bæði hvað fjölda viðtala varðar sem og tímasetningu þeirra. Þó má gera ráð fyrir að meirihluti viðtala fari fram seinni part dags, á kvöldin eða um helgar. 
 
Greitt verður eftir fjölda lokinna viðtala og heimsókna, auk þess sem greiddir verða út bónusar þegar ákveðnum fjölda viðtala er náð. 
 
Tekið er á móti rafrænum umsóknum/fyrirspurnum á gjs@hi.is (Guðlaug) eða í síma 525 4544 ef þú hefur áhuga á starfinu.
 

Laus störf í spyrlaveri 

Starfið felst í því að hringja í fólk, taka staðlað viðtal við þátttakendur og samtímis að slá inn svör þeirra í tölvu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 
Unnið er á vöktum frá kl. 17:00 - 21:30 á virkum dögum en 11:00 – 17:00/18:00 um helgar (18:00 á laugardögum en 17:00 á sunnudögum). Um helgar er deginum skipt í tvær vaktir og spyrlar geta unnið á annarri vaktinni eða báðum. Spyrill ræður hversu margar vaktir hann skráir sig á (þó að lágmarki þrjár vaktir á viku).
 
Greitt er skv. yfirvinnutaxta SFR, launaflokki 015.
 
Tekið er á móti rafrænum umsóknum/fyrirspurnum á gjs@hi.is (Guðlaug), spyrlar@gmail.com eða í síma 525 4544 ef þú hefur áhuga á starfinu.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is