Háskóli Íslands

KALL EFTIR VEGGSPJÖLDUM Á ÞJÓÐARSPEGILINN 2016

Í tengslum við Þjóðarspegilinn: Ráðstefnu í félagsvísindum XVII sem haldinn verður föstudaginn 28. október 2016, verður veggspjaldasýning á bláa vegg Háskólatorgs frá 24. til 28. október 2016.   

Þetta er tilvalinn vettvangur til að kynna niðurstöður rannsóknarverkefna. Meistara- og doktorsnemar eru sérstaklega hvattir til að nýta þetta tækifæri og kynna lokaverkefni sín. 

Sem fyrr, geta þátttakendur verið höfundar að tveimur spjöldum að hámarki; aðalhöfundar að einu spjaldi og meðhöfundar að öðru, eða meðhöfundar að tveimur veggspjöldum. 

Þátttakendum er boðið að halda örkynningu (5 mínútur) á veggspjaldi sínu í sérstakri málstofu tengdri sýningunni. Við bendum á að til að hljóta rannsóknarstig fyrir veggspjöld þurfa akademískir starfsmenn að halda örkynningu. 

Einnig er við veggspjöldum rannsóknarverkefna sem þegar hafa verið kynnt á öðrum vettvangi. Verða þau veggspjöld til sýnis á afmörkuðu svæði. Vinsamlegast athugið að örkynning á þessum veggspjöldum er ekki í boði.   

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á heimasíðu Þjóðarspegilsins, og senda inn stutt ágrip (170 - 200 orð) af rannsókninni sem til stendurkynna. Ágripið þarf að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi. Höfundar samþykktra ágripa fá tölvupóst eftir að skráningarfresti lýkur með  leiðbeiningum um frágang og prentun veggspjalda. Sniðmát að ágripi, veggspjaldi og kynningu má finna hér á heimasíðu Þjóðarspegilsins. 

Frestur til að senda inn ágrip er til 16. september 2016.

Vinsamlegast athugið að ágripin fyrir veggspjöldin munu birtast í ágripabók Þjóðarspegilsins.

Frekari upplýsingar fást hjá Sigrúnu Birnu Sigurðardóttur og Bylgju Árnadóttur verkefnastjórum, í síma 525-5440 eða með því að senda póst á thjodarspegillinn@hi.is 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is