Háskóli Íslands

Kall eftir ágripum - Búið að opna fyrir skráningu á Þjóðarspegilinn XVII: 2016

SEE ENGLISH BELOW

Þjóðarspegillinn XVII: Ráðstefna í félagsvísindum verður haldinn föstudaginn 28. október 2016 við Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi. 

Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði félagsvísinda er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir 19. júní næstkomandi. Ágripið þarf að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi. Öll ágripin munu birtast í heild sinni á heimasíðu Þjóðarspegilsins (www.thjodarspegillinn.hi.is) og í Skemmunni (www.skemman.is). 

Skráning fer fram rafrænt. Þátttakendur skrá sig til leiks á heimasíðu Þjóðarspegilsins (www.thjodarspegillinn.hi.is) og velja einn af þremur möguleikum á rafrænu skráningarformi:

                a) Flytja erindi á Þjóðarspeglinum XVII án þess að skila grein.

b) Flytja erindi á Þjóðarspeglinum XVII og skila grein til ritstýringar fyrir 1. september 2016 sem verður birt í Skemmunni.

c) Flytja erindi á Þjóðarspeglinum XVII og skila í framhaldi grein í innlent eða erlent ritrýnt tímarit að eigin vali.

Staðfesting ritstjóra um samþykkt eða höfnun ágrips verður send til höfunda í júlí 2016.

Í ágúst verður kallað eftir tillögum að veggspjöldum. Höfundum veggspjalda verður boðið að vera með örkynningu á rannsókn/verkefni sínu. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur. 

Af gefnu tilefni er leiðbeinendum framhaldsnema bent á að þetta er góð leið til að kynna framúrskarandi lokaverkefni á meistara- eða doktorsstigi. Athugið að ekki er gerð krafa um að leiðbeinendur séu meðhöfundar meistaranema að veggspjöldum. 

Vinsamlegast athugið eftirfarandi: 

· Hver og einn getur aðeins verið höfundur að tveimur erindum, aðalhöfundur að einu og meðhöfundur að öðru, óháð fræðasviði og formi þátttöku. 

· Leiðbeinendur skulu vera meðhöfundar erinda/greina sem byggja á meistaraverkefnum.

· Skila má tillögum að málstofum með fjórum erindum á netfangið thjodarspegillinn@hi.is (athugið að allir höfundar verða þó að skrá sig rafrænt). 

Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti: thjodarspegillinn@hi.is eða í síma 525-5440.

______________________________________________

Þjóðarspegillinn XVII: Conference in Social Sciences, will be held at the University of Iceland on the 28th of October 2016. The conference is an annual research conference that aims to introduce and share interesting research material from a broad spectrum within the Social Sciences in Iceland. 

Scholars, professionals and other specialists in the field of Social Sciences are encouraged to send in an abstract (ca. 200 words) before 19th of June 2016. The abstract should address the purpose, methods and implication of the scholarly work. All accepted abstracts will ultimately be published online in a full version on the conference website (www.thjodarspegillinn.hi.is) and the repository, Skemman (skemman.is).

Everyone wishing to participate in the conference is requested to register online (www.thjodarspegillinn.hi.is). Once participants have registered, they choose one of the following options at the registration page:

a) Presentation at the conference (Þjóðarspegillinn XVII) without sending in an article.

b) Presentation at the conference (Þjóðarspegillinn XVII), as well as sending in an article to be edited. The deadline is the 1st of September 2016 and the paper will be published online (skemman.is).

c) Presentation at the conference (Þjóðarspegillinn XVII), as well as sending in an article to a peer-reviewed journal of one´s choice.

Authors will be notified by email in July 2016 on whether their abstract has been accepted or rejected.

 

A call for posters will be announced in August. Authors of posters will be invited to have a short presentation of their research/paper. Further information will be announced later.

Supervisors of graduate students should bear in mind that this is a unique opportunity to promote outstanding papers at master's or doctoral level.

Please note that it is not required that supervisors are co-authors of posters.

To be considered:

· Each person can only be an author of two presentations, as a lead author of one and a co-author of another, regardless of the field of study and form of participation.

· Supervisors must be co-authors of presentations/papers based on master projects.

· Suggestions for themes (with up to four presentations) can be sent to thjodarspegillinn@hi.is (please note that all authors need to register electronically nevertheless).

Further information is provided via email: thjodarspegillinn@hi.is or telephone +354 525-5440.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is