Háskóli Íslands

Íbúar Mosfellsbæjar og Reykjavíkur

 

Verkefnisstjórar: Fanney Þórsdóttir, Kristjana Stella Blöndal

Viðskiptavinur: Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar

Skil skýrslu: Nóvember 2003

Lýsing á rannsókn / könnun

Markmið þessarar rannsóknar voru tvíþætt. Í fyrsta lagi að kortleggja hvaða hverfi
Reykjavíkur svipaði helst til Mosfellsbæjar, hvað snerti bakgrunnsþættina menntun, starfsstétt, vinnutíma og fjölskyldutekjur íbúa. Í öðru lagi var markmiðið að bera saman meðaleinkunnir samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4., 7., og 10. bekk grunnskóla innan þeirra hverfa Reykjavíkur sem voru hvað líkust Mosfellsbæ með tilliti til menntunar og starfs, við meðaleinkunnir grunnskóla Mosfellsbæjar. Í þriðja lagi að bera saman félagslega samsetningu íbúa Mosfellsbæjar á tímabilinu 1986 til 2003 og voru bakgrunnsþættirnir menntun, starfsstétt, vinnutími og fjölskyldutekjur skoðaðir eftir árunum 1986-1987, 1992-1993, 1997-1998 og 2002-2003.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is