Háskóli Íslands

Íbúafundur um framtíðarþróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040

 

Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Björn Rafn Gunnarsson, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Viktor Orri Valgarðsson

Viðskiptavinur: Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins

Skil skýrslu: 20. nóvember 2013

Lýsing á rannsókn / könnun

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) stóðu fyrir íbúafundi sem fram fór í Menntaskólanum í Kópavogi í nóvember 2013. Umfjöllunarefni fundarins var nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið, sem mun marka stefnu um þróun byggðar á svæðinu frá árinu 2015 fram til ársins 2040. Tekið var 600 manna lagskipt úrtak íbúa úr sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og óskað eftir þátttöku þeirra á fundinum. 393 svöruðu símakönnun, 109 samþykktu að mæta á íbúafund og 47 mættu á hann.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is