Háskóli Íslands

GAGNÍS

Gagnaþjónustan GAGNÍS var stofnuð í lok árs 2018. Hlutverk hennar er að undirbúa rannsóknargögn fyrir opinn aðgang og veita ráðgjöf um notkun þeirra gagna sem á að birta. Gagnaþjónustan starfar samkvæmt verklagsreglum CESSDA ERIC – Consortium of European Social Science Data Archives.

Gagnaþjónustan er fjármögnuð af Félagsvísindasviði með framlagi úr aldarafmælissjóði Háskóla Íslands.

Þjónustan sem Gagnís veitir er þríþætt.

  • Að veita ráðgjöf um notkun gagna sem eru í opnum aðgangi
  • Að taka við rannsóknargögnum frá fræðimönnum og setja þau í opinn aðgang
  • Að veita aðferðafræðilega og tölfræðilega ráðgjöf til akademískra starfsmanna á Félagsvísindasviði

Stjórn GAGNÍS skipa:
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ,
Hulda Proppé, rannsóknastjóri Félagsvísindasviðs,
Þorgerður Einarsdóttir, formaður vísindanefndar Félagsvísindasviðs.

Verkefnisstjóri er: Örnólfur Thorlacius, ort@hi.is
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is