Háskóli Íslands

Gagnagátt

Hér er hægt að nálgast ýmis rannsóknagögn sem Félagsvísindastofnun og aðrir fræðimenn hafa viðað að sér í gegnum tíðina.

Markmiðið með opnum aðgangi að gögnum í félagsvísindum er að miðla þekkingu, auka gagnsæi í fræðasamfélaginu og stuðla að því að gögnin nýtist öllum til greina- og bókaskrifa, kennslu og til umfjöllunar í almennri umræðu.

Krafan um opinn aðgang að gögnum sem safnað er fyrir almannafé er tiltölulega nýtilkomin. Á ensku er talað um frelsun gagna (data liberation). Þessi frelsun gagna á að þjóna bæði hagsmunum almennings og fræðasamfélagsins.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is