Háskóli Íslands

Fyrirtæki ársins 2003

 

Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Friðrik H. Jónsson

Viðskiptavinur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

Skil skýrslu: Júní 2003

Lýsing á rannsókn / könnun

Í þessari skýrslu verða kynntar niðurstöður um val á Fyrirtæki ársins 2003.
Mælikvarðinn sem notaður er við valið byggist í fyrsta lagi á mati á því
trausti sem starfsmenn bera til fyrirtækisins og stjórnenda þess. Í því felst
einnig hversu ánægt starfsfólk er með vinnuskilyrði sín og launakjör. Í öðru
lagi byggist valið á þeirri virðingu sem vinnuveitendur bera fyrir starfsfólki
sínu; hversu mikill sveigjanleiki er á vinnustaðnum, sjálfstæði til ákvarðana
og yfirsýn í starfinu og hversu ánægt starfsfólk er með vinnuálag og þær
kröfur sem gerðar eru til þess. Í þriðja lagi byggist valið á því hversu stoltir
starfsmenn eru af fyrirtækinu og í fjórða lagi á því hve ánægðir starfsmenn
eru með starfsandann á vinnustaðnum.
Lesa niðurstöður á vefsíðu VR

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is