Háskóli Íslands

Vinstri græn missa forskotið

Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem fram fór dagana 16. - 19. október 2017 var spurt um komandi Alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn (25%) og Vinstrihreyfingin - grænt framboð (23%) eru með mest fylgi. Fylgi Miðflokksins eykst frá síðustu viku og mælist nú tæp 10%. Sjö flokkar mælast með mann á þingi, Sjálfstæðisflokkurinn (17), Vinstri græn (16), Samfylkingin (11), Miðflokkurinn (6), Píratar (5), Framsóknarflokkurinn (5) og Viðreisn (3).

Helstu niðurstöður úr könnuninni má lesa hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is