Háskóli Íslands

Fylgi flokka þegar mánuður er til kosninga

Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem fram fór dagana 25. - 28. september 2017 var spurt Alþingiskosningarnar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð (29%) og Sjálfstæðisflokkurinn (24%) eru með mest fylgi en sex flokkar (Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Samfylkingin eru með fylgi á bilinu 4-7%. Þar sem að jafnaði þarf 5% fylgi á landsvísu er ljóst að samsetning nýs þings mun að miklu leyti ráðast af því hverjir þessara flokka ná kjöri.

Helstu niðurstöður úr könnuninni má sjá með því að smella hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is