Háskóli Íslands

Fordómar í alþjóðlegu samhengi: Rannsókn á viðhorfum Íslendinga til geðrænna vandamála

Hér má nálgast upplýsingar og gögn úr könnuninni Fordómar í alþjóðlegu samhengi: Rannsókn á viðhorfum Íslendinga til geðrænna vandamála frá árinu 2006.

Um könnunina

Fordómar í alþjóðlegu samhengi: Rannsókn á viðhorfum Íslendinga til geðrænna vandamála, er hluti af Stigma in Global Context: Mental Health Study (SGC-MHS) sem er alþjóðlegt samstarf.

Tilgangur þessara rannsókna er að varpa ljósi á skoðanir og fordóma almennings í garð fólks sem á við geðræn vandamál að stríða.
Alls eru 16 lönd í samstarfinu. Þessi lönd eru einnig meðlimir í International Social Survey Program (ISSP). Könnunin er sambærileg í öllum löndunum 16, könnuð eru viðhorf og fordómar til einstaklinga sem þjást af alvarlegu þunglyndi eða geðklofa.

Rannsóknin sem hér er birt nær einnig til fordóma í garð innflytjenda, samkynhneigðra o.fl. Einnig er komið inn á skoðanir svaranda á íslenska heilbrigðiskerfinu og íslensku samfélagi almennt. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu ágúst 2006-janúar 2007. Úrtakið innihélt einstaklinga 18 ára og eldri.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fordómar og neikvæð viðhorf í garð þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða eru afar útbreidd, en slík viðhorf virðast skerða lífsgæði og batahorfur einstaklinga sem þjást af vandamálum af þessum toga.

Gögn

Spurningalistinn

Smellið HÉR til að skoða gögnin, kóðunarbók og annað efni tengt könnun.

Hér að neðan er einnig hægt að ná í gagnaskrána. Hún er .sav skrá sem er einungis hægt að skoða í SPSS forritinu:

Fordómar í alþjóðlegu samhengi (2006)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is